Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 115
TIL SÍÐASTA HJARTSLÁTTAR
113
þess að bjarga lífi Clives Haupts.
Hann stakk slöngu niður í háls hon-
um og tók sjálfur að sér hlutverk
lungna hans með því að anda í
gegnum hana. Hann varð undrandi
yfir því, hversu mikil áhrif þessi
gerviöndun virtist hafa á hjarta
sjúklingsins. Það tók að slá aftur,
er því barst meira súrefni en áð-
ur. Hann bjóst reyndar við því, að
það héldi aðeins í stuttan tíma
áfram að slá með hjálp gerviönd-
unar. En honum virtist sem þetta
hlyti að benda til, að hjarta Haupts
væri alveg sérstaklega sterkt, því
að. annars hefði gerviöndunin ekki
haft svona örvandi áhrif á það.
Dr. Sacks vissi, að önnur hjarta-
græðsla var í aðsigi og að það vant-
aði hjartagjafa. Hann hringdi strax
í dr. Coert Venter, einn af læknun-
um í undirdeild C2 í hjartadeild
Groote Schuur-sjúkrahússins.
„Það er hugsanlegt, að ég hafi
hjartagjafa handa ykkur,“ sagði
hann.
SKELFILEGUR TÍMI
Sjúkrabifreiðin, sem flutti Clive
Haupt til Groote Schurrsjúkrahúss-
ins, kom þangað skömmu eftir
klukkan 5 síðdegis. Og baráttan
fyrir lífi hans hélt þar áfram. Eig-
inkona hans, Dorothy Haupt, og
frú Mauriel Haupt, móðir hans sátu
í móttökuherberginu og biðu með
þjakandi kvíða eftir fréttum.
Þeim bárust fréttirnar klukkan 7
síðdegis. Dr. Venter sagði Dorothy,
að líkamsástand manns hennar væri
mjög hættulegt. Hann sagði, að
læknarnir berðust enn fyrir lífi
hans, en það væri mjög lítið, sem
þeir gætu gert, því að slagæð hefði
sprungið í heila hans. Það varð
hlutverk dr. Venters að spyrja frú
Dorothy Haupt, hvort hún mundi
samþykkja það, að hjarta manns
hennar yrði notað við hjartaí-
græðslu.
Hjartaígræðslu? Og eiginmaður
hennar var nú að dauða kominn,
maðurinn hennar, sem hafði leikið
sér glaður sem barn úti á strönd-
inni fyrir nokkrum tímum? Þetta
virtist allt svo óraunverulegt, og
hún átti erfitt með að koma upp
nokkru orði.
Síðan svaraði hún snöktandi: „Ef
þér getið bjargað lífi einhvers með
því móti, megið þér taka hjarta
mannsins míns.“
Hún gekk yfir til móður Clives
og ræddi við hana. Vildi hún líka
samþykkja, að hjarta sonar hennar
yrði numið burt úr líkama hans til
þess að hjálpa deyjandi manni? Og
svar hennar var einnig jákvætt.
Haldið var áfram alls konar próf-
unum. Dr. M.C. Both stjórnaði þeim,
en hann var ónæmissérfræðingur
hjartasérfræðingahópsins. Þeir yf-
irveguðu á nýjan leik þá greiningu
sína, að hjarta Clives Haupts mundi
reynast alveg sérstaklega heppi-
legt til hjartaígræðslu. Hvert hjarta-
slag þess var mælt og skráð af sér-
stöku mælitæki. Byrjað var á próf-
unum á því, hvernig hin sérstöku
sérkenni líkama beggja mannanna
ættu saman. Þar á meðal voru fram-
kvæmdar vefjaprófanir til þess að
ganga úr skugga um, hvort bygg-
ing líkamsvefja þeirra væri svip-
uð.
fgræðsla hjarta eða ágræðsla eða