Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 117
TIL SÍÐASTA HJARTSLÁTTAR
115
kom einmitt þegar verið var að
leggja mig á hjólaborð til þess að
flytja mig á því fram í skurðstofuna.
Við kvöddumst án þess að láta til-
finningarnar ná yfirhöndinni yfir
okkur. En seinna komst ég að því,
að hún hafði gefið tilfinningunum
lausan tauminn og farið að gráta
beisklega, þegar mér var ekið burt.
Clive Haupt hafði þegar verið
lagður á skurðborðið. Hann var al-
veg að dauða kominn. Öndun hans
viðhaldið með hjálp gerviöndunar-
tækis. Nú hófst fyrsti undirbúning-
ur að sjálfri aðgerðinni, þegar svæf-
ingarlæknirinn sprautaði litlum
skammti af atropine í æðar mér.
Þetta efni þurrkar upp vökva í
munni, hálsi og lungum og tryggir,
að öndunarfærin verði laus við
kirtlavökva og hráka. Síðan var
mér gefið inn pentothal, og svæf-
ingin hreif næstum tafarlaust.
Gúmslöngu var stungið upp í aðra
nös mína og alla leið niður í barka.
Þessi slanga var tengd við svæf-
ingarvélina með sínum sívalningum,
sem hafa að geyma halothane og
„nitrous oxide“, sem kallað hefur
verið „hláturgas“ og er oft notað
sem deyfingarmeðal af tannlæknum.
Áhrif pentothalsins hverfa fljótt,
og svæfingunni er viðhaldið með
þessum tveim loftkenndu efnum.
Clive Haupt var þegar látinn, er
skurðlæknarnir hófu hina raunveru-
legu aðgerð. Hjartslætti hans hafði
eingöngu verið haldið við með hjálp
öndunarvélar. Læknarnir vissu, að
hjartaflutninginn yrði að. fram-
kvæma með sem allar minnstri töf,
þegar hjartað hætti loksins að slá.
Að öðrum kosti mundu hjartavef-
irnir fljótlega rýrna og ganga úr
sér. Það varð því að undirbúa lík-
ama minn sem allra mest undir það
augnablik, er hinn raunverulegl
hjartaflutningur skyldi hefjast. Þá
varð ég að vera tilbúinn að taka á
móti nýja hjartanu.
Prófessor Barnard tók skurðhnif-
inn í hanzkaklædda hönd sína og
skar langan skurð. Hann byrjaði
skurðinn 1—2 þumlungum fyrir
neðan barkakýlið og skar alla leið
niður undir nafla. Skurðbrúnirnar
voru síðan vel aðskildar, vefjunum
undir húðinni var ýtt varlega til
hliðar, og þá kom bringubeinið í
ljós.
Prófessor Barnard sagaði nú í
gegnum bringubeinið endilangt, ofan
frá og niður úr, með sérstaklega
gerðri sög, og síðan togaði hann til
hliðar báða helminga brjóstholsins
með sérstöku verkfæri, sem til þess
er gert. Nú kom hjartað í ljós, þar
sem það sló innan undir himnupoka
sínum, gollurshúsinu.
Næst opnaði prófessor Barnard
gollurshúsið, og þá loks sást hjartað
nakið með hólfum sínum og risa-
vöxnu slagæðum og bláæðum. Önd-
un minni var nú haldið við með
lofttegundum úr svæfingartækjun-
um, og voru þær leiddar í gegnum
slöngu, sem stungið var í barka
mér. Nú gat prófessoir Barnard
framkvæmt vandlega lokaskoðun á
hjartanu. Og skoðun sú staðfesti
það, sem hann vissi þegar. Ásig-
komulag þess var svo vesælt, að
hjartaígræðsla ein gat bjargað lífi
mínu.
Hjartað er dæla, sem skipt er í
vinstri og hægri hluta með skil-