Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
mér grein fyrir því, að þessi til-
vonandi farþegi minn var enginn
annar en Chris Barnard. „Ég fer
hvaða leið, sem þér nefnið,“ svaraði
ég.
Ég lít vel út og mér líður jafn-
vel enn betur en útlit mitt gefur
til kynna, er ég skrifa þetta fjór-
um mánuðum eftir uppskurðinn.
Öndun mín er nú eðlileg, öll mæði
horfin. Fætur mínir eru óðum að
styrkjast, og mér hefur nú lærzt að
ganga næstum alveg eðlilega. Öðru
hverju þarf ég aðstoðar við, er ég
fer upp eða ofan stiga, en slíkt er
ekki neitt meiri háttar vandamál.
En það er samt um að ræða einn
ókost, sem ég verð að sætta mig
við fremur en aðrir sjúklingar, sem
eru að jafna sig eftir uppskurð.
Læknarnir krefjast þess, að ég hafi
engin náin, tafarlaus samskipti við
ókunnugt fólk. Þeir krefjast slíks
til þess að draga úr möguleikum á
sýkingu.
Það er ómögulegt að segja til
um, hvað framtíðin ber í skauti sér.
Ég hef nú þegar lifað góðu lífi í
nokkra mánuði á „lánstíma", tíma,
sem mér hefur verið veittur af mik-
illi náð. Og ég mundi álíta, að upp-
skurðurinn hefði heppnazt vel,
jafnvel þótt ég dæi í næstu viku
vegna þess að líkami minn hafnaði
hinu nýja líffæri. En hversu marga
daga, mánuði eða ár sem ég kann
að eiga eftir ólifaða, þá mun ég
láta hverjum degi, mánuði eða ári
nægja sína þjáningu, taka þeim
sem gjöf og njóta þeirra út í yztu
æsar ....... til hinzta hjartsláttar.
í júní 1968 var dr. Blaiberg tek-
inn á Groote Schuursjúkrahúsið að
nýju, álvarlega veikur af lifrar-
veiki, og þar að auki var ástand
lungnanna ekki gott. Um hríð voru
jafnvel athugaðir möguleikar á
öðrum hjartaflutningi, en hœtt var
við allar slíkar bolláleggingar,
þegar á dr. Blaiberg fóru að sjást
alveg ákveðin batamerki. Hann er
nú enn í sjúkráhúsinu, en ásig-
komulag hans heldur áfram að sýna
merki um bata.
Allan þann tíma, sem dr. Blai-
berg hefur verið í umsjá minni,
hefur hann reynzt mesti fyrir-
myndarsjúklingur. Hann hefur sýnt
mjög sterkan lífsvilja, en án hans
getur enginn skurðlæknir vonazt
eftir að öðlast sigur í baráttu sinni
gegn sjúkdómum og dauða. Hug-
rekki hans og þrautseigja verður
að teljast geysilegt framlag í þágu
lœknavísindanna, því að þekkingin,
sem fékkst með hans hjálp, hefur
haft geysilega þýðingu fyrir síðari
hjartaflutningsaðgerðir.
Chris Barnard.
Móðirin situr með barni sínu við borð á útiveitingastað í stórborg
og segir við það: „Flýttu þér nú að ljúka súpunni, elskan, áður en
hún verður óhrein."