Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 6
VIGDÍS JÓNSDÓTTIR forstjóri VIRK GERUM BETUR SAMAN Um síðustu áramót höfðu ríflega 22 þúsund einstaklingar komið í þjónustu VIRK. Nokkur fjöldi einstaklinga þarf að koma oftar en einu sinni í starfsendurhæfingu og því eru starfsendurhæfingarferlarnir fleiri en sem nemur þessum fjölda, eða um 26 þúsund talsins. Um 17 þúsund einstaklingar hafa lokið þjónustu hjá VIRK og af þeim hafa ríflega 13 þúsund einstaklingar náð þeim árangri að vera virkir á vinnumarkaði annað hvort að hluta til eða öllu leyti. Það er því ljóst að VIRK hefur haft góð og jákvæð áhrif á íslenskt samfélag enda kom það fram í könnun sem Maskína gerði fyrir VIRK á árinu 2022 að 81% svarenda töldu VIRK hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag og um 6 af hverjum 10 einstaklingum þekkti einhvern sér nákominn sem hafði verið í þjónustu VIRK. VIRK ER NÚNA AÐ HEFJA SITT SEXTÁNDA STARFSÁR EN VIRK VAR STOFNAÐ AF AÐILUM VINNUMARKAÐARINS Í KJARASAMNINGUM Á ÁRINU 2008. ÉG HEF VERIÐ SVO LÁNSÖM AÐ FÁ ÞAÐ VERKEFNI AÐ BYGGJA UPP ÞESSA STOFNUN OG STJÓRNA HENNI FRÁ UPPHAFI OG FYRIR ÞAÐ ER ÉG MJÖG ÞAKKLÁT. UM ER AÐ RÆÐA MIKLA OG FLÓKNA UPPBYGGINGU Á ÞJÓNUSTU SEM ER AFAR NAUÐSYNLEG Í NÚTÍMA VELFERÐARSAMFÉLAGI. 6 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.