Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Qupperneq 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Qupperneq 9
 VIRK Hlutverk atvinnulífstengla er fyrst og fremst að vinna með fyrirtækjum og stofnunum í að finna fleiri störf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu auk þess að styðja og hvetja einstaklinga til dáða. Atvinnutenging VIRK skilar frábærum árangri. Á árinu 2023 urðu þannig t.d. til um 270 ný störf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu með tilstilli atvinnulífstengla. Frá árinu 2017 þegar VIRK fór markvisst að ráða til starfa sérhæfða atvinnulífstengla hafa alls um 1.500 störf orðið til fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og það munar um minna á íslenskum vinnumarkaði. Nánari umfjöllun um atvinnutengingu VIRK má finna í um- fjöllun hér aftar í ársritinu. IPS einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit hjá VIRK Hluti af atvinnutengingu VIRK er svokölluð IPS þjónusta (Individual Placement and Support). Um er að ræða einstaklingsmið- aðan stuðning við starfsleit hjá VIRK atvinnu- lífstenglum samkvæmt aðferðafræði sem upphaflega var þróuð í Bandaríkjunum og er nú notuð um allan heim með góðum árangri. VIRK var fyrsta stofnunin sem veitti þessa þjónustu hér á landi. Hjá VIRK hefur nú verið þróað sérstakt IPS þekkingarsetur þar sem fagfólk VIRK leggur sig fram um að bæði efla starf VIRK að þessu leyti og ekki síður að efla aðrar stofnanir og fagaðila til að veita þjónustu á þessu sviði og samhæfa hana annarri þjónustu t.d. innan heilbrigðiskerfisins. Nánari upplýsingar um IPS og þróun þessarar þjónustu innan VIRK er að finna í grein Jónínu Waagfjörð og Elvu Daggar Baldvinsdóttur hér aftar í ársritinu. Forvarnir Í skipulagsskrá VIRK er m.a. kveðið á um það að eitt af hlutverkum VIRK sé að taka þátt í verkefnum sem snúa að eflingu forvarna og velferðar á vinnustöðum. VIRK hefur í ljósi þessa unnið að ýmsum mikilvægum verkefnum á undanförnum árum sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi á starfsendurhæfingu að halda. Um er að ræða bæði þjónustu, vitundarvakningar og rannsóknir. Vefurinn www.velvirk.is er einnig hluti af forvarnar- verkefnum VIRK en þar er að finna mikið efni sem nýtist bæði stjórnendum og starfs- mönnum á vinnumarkaði. VIRK stóð fyrir stórri rannsókn í samstarfi við sjúkrasjóði ýmissa stéttarfélaga og samtaka stéttarfélaga um allt land og áhugaverð grein Svandísar Nínu Jónsdóttur um lang- tímaveikindi og líðan á vinnustað hér í þessu ársriti er m.a. unnin upp úr gögnum þessarar rannsóknar. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum rannsóknarinnar sem var mjög viðamikil og nýta hana til þekkingaröflunar og frekari rannsókna m.a. í samstarfi við háskóla landsins. Samhliða mannabreytingum á sviði forvarna hjá VIRK var á árinu 2023 ákveðið að skerpa betur á áherslum forvarna þar sem markmiðið er að nýta betur þá þekkingu sem er til staðar í starfsendurhæfingarþjónustu VIRK, byggja á rannsóknum og gera for- varnastarfið markvisst og árangursríkt. Þessi vinna er í fullum gangi og er fjallað um hana í grein Berglindar Stefánsdóttur og Guðrúnar Rakelar Eiríksdóttur hér aftar í ársritinu. Einstaklingar í þjónustu VIRK með annað þjóðerni en íslenskt Innflytjendur voru á árinu 2023 18,4% af þjóðinni og 23,4% af vinnuafli hér á landi. Á árinu 2023 voru um 11% þeirra sem komu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra heimsótti VIRK á vordögum 2024 og kynnti sér starfsemina. 9virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.