Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 12
þeim sem hafa verið skemur en 3 mánuði frá vinnumarkaði við upphafi þjónustu útskrifast 81% með laun á vinnumarkaði borið saman við 54% þeirra sem hafa verið lengur en 2 ár frá vinnumarkaði við upphaf þjónustu hjá VIRK. Önnur gögn og aðrir mælikvarðar hjá VIRK sýna einnig svipaðar niðurstöður. Í ljósi þessa er eðlilegt að velta fyrir sér hvort við getum gert betur hér á landi varðandi það að tryggja einstaklingum starfsendurhæfingarþjónustu á réttum tíma. Við verðum vör við það hjá VIRK að einstaklingar í þjónustu telja stundum að þeir hafi komið of seint til VIRK og ef þeir hefðu komið fyrr þá hefði það getað stytt verulega tíma þeirra frá vinnumarkaði og aukið þannig lífsgæði og vinnugetu. Hver mánuður frá vinnumarkaði hjá ein- staklingum er dýr bæði fyrir hann sjálfan, atvinnurekandann og samfélagið í heild sinni. Ástæða þess að einstaklingar koma of seint til VIRK er oftar en ekki sú að þeir hafa ekki nægilegar upplýsingar um að þjónustan sé viðeigandi fyrir þá í þeirri stöðu sem þeir eru í. Aðgengi að læknum er mismunandi auk þess sem læknar eru misduglegir að nýta VIRK fyrir sína skjólstæðinga. Réttindi til launa í veikindum hér á landi liggja hjá hverjum og einum atvinnurekanda og það er í sjálfu sér ekki hlutverk eða réttur atvinnurekanda að hlutast til um faglega þjónustu við einstaklinga með heilsubrest. Víða erlendis eru kerfin byggð þannig upp að reynt er að tryggja ákveðna tengingu milli ábyrgðar á framfærslu einstaklinga í veikindum og ábyrgðar á starfsendurhæfingarþjónustu. Það er hins vegar erfitt að koma þessu við þegar langur réttur til launa liggur hjá hverjum og einum atvinnurekanda eins og raunin er hér á landi. Framfærslukerfi og nauðsyn breytinga Það er auðvitað mjög mikilvægt að ein- staklingar eigi rétt á góðri og tryggri framfærslu í veikindum en það má velta því fyrir sér hvort ekki sé unnt að ná betri árangri og réttindum fyrir einstaklinga í öðru fyrirkomulagi en nú er. Til dæmis með því að tryggja einstaklingum góðan rétt hjá tryggingasjóði sem rekinn væri sam- eiginlega af stéttarfélögum og samtökum atvinnurekenda í stað þess að einstaklingar eigi svo langan rétt til launa hjá hverjum og einum atvinnurekanda. Það má vel leiða líkur að því að slíkt fyrirkomulag geti aukið verulega réttindi og velferð launamanna umfram það sem nú er. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að það fyrirkomulag að langur réttur til launa í veikindum sé hjá hverjum og einum atvinnurekanda mun sennilega að óbreyttu hafa það í för með sér að heildarréttindi launamanna á vinnumarkaði dragist sam- an. Vinnumarkaðurinn er að breytast, einstaklingar eru styttri tíma en áður í hverju starfi og auk þess færist það í vöxt að einstaklingar ákveði að „gigga“ á vinnumarkaði – þ.e. vinna í raun sem verktakar fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. Réttur til launa í veikindum vex með auknum starfsaldri hjá sama atvinnu- rekanda og því getur þessi þróun leitt til þess að heildarréttur launamanna til launa í veikindum á vinnumarkaði dragist saman með tímanum. Það er ábyrgðarhluti fyrir þá sem bera ábyrgð á framfærslukerfi í veikindum á vinnumarkaði að bregðast ekki við þessari þróun og tryggja öryggi og góð réttindi til framtíðar. Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður málefnasviðs SA, Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnu- markaðsráðherra og Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, skrifa undir viljayfirlýsingu um stóraukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. 12 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.