Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 18
SVO KOM KJARKURINN MAREN BRYNJA KRISTINSDÓTTIR „Í BAKSÝNISSPEGLINUM SÉ ÉG AÐ UMSÓKN MÍN UM ÞJÓNUSTU HJÁ VIRK ÁTTI SÉR TÖLUVERÐAN AÐDRAGANDA,“ SEGIR MAREN BRYNJA KRISTINSDÓTTIR ER VIÐ SITJUM SAMAN Í FALLEGRI STOFU HENNAR Á FJÓRÐU HÆÐ Á SELTJARNARNESI. FYRIR UTAN GLUGGANN BLASIR HAFIÐ VIÐ Í ÖLLUM SÍNUM MARGBREYTILEIKA OG HIMININN ÞESSA MORGUNSTUND ER BAÐAÐUR Í MORGUNSÓL EN FYRIR MAREN BRYNJU VAR ÚTLITIÐ EKKI ALLTAF BJART ÞEGAR HÚN GLÍMDI VIÐ KULNUN. Fyrir mér er kulnun samspil margra þátta. Þar spilar inn í starfið sjálft, eiginleikar fólks, starfsandinn, umhverfið í vinnunni, stjórnun og menningin hjá fyrirtækinu – og svo auðvitað einkalífið. Allir þessir þættir höfðu eitthvað að segja hjá mér en mismikið. Ég hafði unnið tæplega 20 ár hjá sama fyrirtækinu, sem er stórt og alþjóðlegt. Ég hafði verið í mismunandi hlutverkum þessi ár. En síðustu árin áður en ég veiktist var ég í mjög krefjandi verkefnum. Ég hef alltaf verið staðsett á Íslandi en unnið mikið í alþjóðlegum verkefnum, einkum síðustu ár,“ segir Maren Brynja. 18 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.