Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 21
 VIÐTAL svona tuttugu manna hóp í einhverjum sal þar sem allir væru með kulnun. En þessu reyndist allt öðruvísi farið. Um er að ræða einstaklingsmiðaða þjónustu sem sniðin er að styrkleikum og þörfum hvers og eins. Ég hafði hitt sálfræðing áður en ég fór í þjónustu hjá VIRK vegna þessarar vanlíðun- ar minnar. Hann hafði bent mér á að ég væri að stefna í kulnun en ég trúði því bara ekki. Eftir að ég var komin í VIRK hélt ég áfram að hitta sálfræðinginn og hann gaf mér verulega góð ráð. Sagði mér að kynna mér vel hvað væri í boði. Ég vildi klárlega halda áfram að hitta sálfræðinginn, það gerði mér gott og hjálpaði mér mikið. Svo hafði vinkona mín bent mér á námskeið hjá Primal Iceland í Skeifunni. Námskeiðið heitir: „Sigrum streituna“, það reyndist mér frábærlega. Ég mæli eindregið með þeirri stöð fyrir alla þá sem upplifa streitu. Ég er ennþá að mæta þar í tíma. Á fyrrnefndri stöð er tengd saman hreyfing og andleg líðan og metið hvers konar hreyfing hentar hverjum og einum hverju sinni. Ég stundaði mikið sund þegar ég var krakki og hef jafnan synt meira og minna, það hjálpar alltaf. Og svo voru það göngu- ferðir. Ráðgjafinn benti mér á það í fyrsta tíma að það væri gott fyrir mig að fara út að ganga. Og með tárin í augunum fór ég út að ganga meðfram sjónum fyrstu dagana. Þetta dugði vel. Um haustið fór ég á tvö námskeið í samráði við ráðgjafann. Annað heitir: „Að setja mörk í lífi og starfi“ og var á vegum Steinunnar Ingu Stefánsdóttur. Ég fann að þetta var eitthvað sem mig vantaði og vildi vera góð í. Það námskeið gagnaðist mér mjög vel. Ég fékk þar tæki og tól en það var algerlega undir mér sjálfri komið hvort ég gæti nýtt þau. Ég byrjaði á að nýta kunnáttuna í að setja mörk og segja nei við mitt nánasta fólk sem þekkir mig vel. Og svo stækkuðu verkefnin. Síðasta námskeiðið sem ég sótti var „ACT- að bættri líðan“ hjá Rúnari Helga Andrasyni sálfræðingi. Það var frábært. Þar fékk ég fleiri tól til að nýta mér og geri enn. Einkum fannst mér hjálplegur undirbúningur fyrir það að fara aftur að vinna.“ Stuðningsnet og úrræði VIRK skiptu sköpum Stefndir þú frá upphafi að því að fara aftur á sama vinnustað? „Ég fann frekar fljótt að ég hafði þörf fyrir að fara aftur á sama stað. Ég var búin að vera þar svo lengi og átti svo þar marga góða vini. Þegar leið á þá átta mánuði sem ég var í þjónustu hjá VIRK fór ég að fara í heimsókn á vinnustaðinn til að halda sambandi við fólkið. Ég sótti líka deildarfundi. Loks byrjaði ég í 20 prósent starfi í byrjun nóvember 2021. Ég viðurkenni að ég var dálítið kvíðin að koma til baka. Ég fór ekki fyrr en ég fann að ég var tilbúin og þá í samráði við ráðgjafinn og stjórnendur á vinnustaðnum. Ég fékk mikinn stuðning og það var lykilatriði í mínum bata. Einnig það að fá að stýra sjálf hvenær ég kæmi til vinnu og hversu mikið starfshlutfall ég treysti mér í. Ég fór ekki í þau verkefni sem ég hafði áður verið að sinna en er eigi að síður áfram verkefnastjóri og í sama umhverfi. Þegar ég kom aftur til starfa sat ég svo í bílnum úti á bílastæði heillengi og felldi nokkur tár – svo kom kjarkurinn. Það var sérstök tilfinning að koma aftur. Ég upplifði sterkt að ég var á sama stað, innan um sama fólkið en ég sjálf var breytt. Einkum fann ég þetta þegar frá leið og starfshlutfallið jókst. Þegar ég kom aftur til starfa sat ég svo í bílnum úti á bílastæði heillengi og felldi nokkur tár – svo kom kjarkurinn. Það var sérstök tilfinning að koma aftur. Ég hafði þroskast mikið og farið í rækilega sjálfsskoðun, sjálfstraust mitt hafði vaxið og sjálfsmyndin batnað. Ég hef aldrei verið í jafn góðu jafnvægi og ég er núna. Ég held að ég sé miklu betri starfskraftur fyrir vikið heldur en ég var áður. Þótt þetta hafi verið óskaplega erfitt og ég myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum þessa reynslu þá er ég samt mjög þakklát því ég græddi heilmikið. Það gerðist ekki síst fyrir tilstilli VIRK. Stuðningsnet og úrræðin þar skiptu sköpum, ég gat nýtt mér þau afskaplega vel. Varstu lengi í sambandi við ráðgjafann eftir að þú fórst að vinna? „Við vorum í sambandi í tvo mánuði eftir að ég hóf störf og í boði var að hittast áfram en mér fannst kominn tími til að standa á eigin fótum. Ég ákvað hins vegar að halda áfram að hitta sálfræðinginn minn.“ Og hvernig er þá staðan hjá þér núna? „Miklu, miklu betri. Í hugum annarra snjóar fljótt yfir þetta en fyrir mig var starfsendur- hæfingarferlið hjá VIRK umbylting. Ég hef verið ófeimin að ræða hvað mér líður miklu betur og hvað ég er þakklát. Þá finn ég sterka samkennd og hvað fólk samgleðst mér.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason 21virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.