Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 22
ÞJÓNUSTUKÖNNUN VIRK 2022-2023 Könnun Gallup á þjónustu VIRK 2022-2023 Þjónustukönnun VIRK var með óvenjulegu sniði þetta misserið. Samkvæmt venju sér VIRK um að senda rafræna þjónustu- könnun til einstaklinga sem lokið hafa þjónustu tiltölulega stuttu eftir að þjónustu lýkur. Í þetta sinn réði VIRK Gallup til að framkvæma könnunina, líkt og gert var síðast árið 2017. Þjónustukönnunin var lögð fyrir 3.034 þjónustuþega VIRK sem luku þjónustu á tímabilinu janúar 2022 til nóvember 2023 og bárust 1.240 svör (41% svarhlutfall).  Spurningum könnunarinnar má skipta í nokkra efnisflokka. Spurt var um biðtíma, upplýsingagjöf, frammistöðu ráðgjafa og líðan þátttakenda við upphaf og lok starfsendurhæfingar. Beðið eftir þjónustu Ríflega tveir af hverjum þremur töldu bið- tímann, frá því beiðni þeirra um þjónustu var samþykkt og þar til þjónusta VIRK hófst, hæfilegan á meðan 25% töldu hann nokkuð langan og 6% alltof langan (mynd 1).  Meirihluti þátttakenda voru jafnframt ánægð(ir) með upplýsingagjöf frá VIRK á biðtímanum, um 74% (sjá mynd 2). Jafnframt taldi meirihluti aðspurðra (76%) að VIRK stæði sig vel í að kynna starfsemi sína (sjá mynd 3). Mikil ánægja með þjónustuna Á mynd 4 má sjá að mikill meirihluti að- spurðra eru frekar eða mjög ánægð með þjónustuna árin 2022/2023 og mælist ánægjan lítið eitt hærri nú en í síðustu Gallupmælingu árið 2017.  Hvorki er að sjá mikinn mun á ánægju eftir kyni (88% kvenna voru ánægðar með þjónustu VIRK borið saman við um 86% karla) né búsetu (sjá myndir 5 og 7) en öðru máli gegnir um aldur. Á mynd 6 kemur fram að hlutfallslega eru fleiri ánægðir með þjónustu VIRK í eldri aldurshópum en þeim yngri, 93% í elsta hópnum og 78% í yngsta. Hversu vel eða illa telur þú að VIRK standi sig í að kynna starfsemi sína? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% IllaHvorki né Vel Óánægð(ur)Hvorki né Ánægð(ur) Mynd 3 76% 19% 5% Fannst þér biðtíminn eftir að komast í þjónustu VIRK hæfilegur eða langur? Hæfilegur Nokkuð langur Allt of langur 25% 69% 6% 100% 80% 60% 40% 20% 0% Mynd 1 Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með upplýsingagjöf frá VIRK á biðtímanum? Mynd 2 74% 18% 8% Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur) Á heildina litið hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þjónustu VIRK? Samanburður kannana á tveimur tímapunktum, árin 2017 og 2022-2023 Mynd 4 100% 80% 60% 40% 20% 0% 83% 9% 8% 86% 7% 7% 2022/2023 2017 22 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.