Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Qupperneq 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Qupperneq 27
 VIRK Sérfræðingar VIRK bera ásamt ráðgjöfum ábyrgð á öllu ferli starfsendurhæfingarinnar og sérfræðingar koma að málum ein- staklinga á öllum stigum ferilsins. Verkefni sérfræðinganna snúa m.a. að inntöku- ferlinu, kortlagningu heilsufarsvanda ásamt því að móta og setja fram tillögur að markmiðum og áætlunum í starfsendur- hæfingu. Sérfræðingar veita einnig ráð- gjöfum VIRK þverfaglegan stuðning við vinnslu mála og meta framgang í starfs- endurhæfingarferli einstaklinga. Að auki framkvæma sérfræðingar möt á stöðu ein- staklinga þegar þörf er á. Þá koma þeir að skipulagi og þróun á verklagi og eru í miklu samstarfi við Úrræðasvið VIRK. Inntökuferli VIRK Í inntökuferlinu meta sérfræðingar þau gögn sem eru til staðar þ.e. bæði beiðni læknis og svör einstaklinga við spurningalista VIRK. Beiðnir sem berast til VIRK eru flokkaðar í teymi eftir því hvort líkamlegur eða andlegur vandi er frekar hindrandi til atvinnuþátttöku. Oft er um samsettan vanda að ræða og vitað er að andleg heilsa getur haft áhrif á líkamlega heilsu og öfugt. Í inntökuferlinu þarf að meta þann heilsu- farsvanda sem veldur óvinnufærni, færni og færniskerðingar einstaklingsins og áætla tíma sem einstaklingur þarf í þjónustu. Áhersla er ekki síður lögð á að meta styrk- leika einstaklingsins og hvar tækifæri hans geta legið með tilliti til atvinnuþátttöku. Skoðað er hvort og þá hvernig heilsubrestur einstaklingsins hindrar endurkomu í fyrra starf, áhugahvöt til vinnu og hvort huga þurfi að nýjum starfsvetttvangi. Sérstök verkefni hafa verið sett á laggirnar um málefni einstaklinga með tiltekinn vanda. Sem dæmi má nefna einstaklinga með starfstengda kulnun, einstaklinga með fíknivanda og ungt fólk sem er ekki í námi, vinnu eða þjálfun. Sérfræðingar með sérþekkingu á þessum málaflokkum afgreiða þessar beiðnir þar sem mismun- andi heilsubrestur og hindranir til atvinnu- þátttöku kallar á mismunandi áherslur í starfsendurhæfingu. Þegar mál einstaklinga eru samþykkt í þjónustu er þeim einnig raðað í flokka út frá alvarleika hindrana til atvinnuþátttöku og hversu mikinn þverfaglegan stuðning sérfræðinga talið er að tiltekið mál þurfi í starfsendurhæfingu. Sérfræðingar VIRK gera tillögur að áherslum og markmiðum í starfsendurhæfingu þegar beiðni er samþykkt og verða þær vísir að áætlun um endurkomu til vinnu. Mikilvægt er að þær áherslur séu í rökréttu framhaldi af fyrri grunnendurhæfingu eða meðferð og að samfella sé í endurhæfingunni. Til þess að einstaklingar fái viðeigandi úr- ræði í starfsendurhæfingu er stundum þörf á að afla frekari gagna úr fyrri endurhæfingu svo sem frá Landspítala, Reykjalundi eða Þraut. Sérfræðingar eru í miklum sam- skiptum við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu og nýtist sú samvinna vel og er mikilvæg þegar sérfræðingar í þverfaglegum teymum kortleggja vanda einstaklinga, meta hindranir og styrkleika til atvinnuþátttöku og koma með tillögur að áherslum í starfsendurhæfingu. Í inntökuferlinu þarf að meta þann heilsufarsvanda sem veldur óvinnu- færni, færni og færniskerðingar einstaklingsins og áætla tíma sem einstaklingur þarf í þjónustu Árið 2023 voru 3.433 beiðnir um þjónustu afgreiddar í inntökuferli. Alls bárust 3.683 beiðnir á síðasta ári en sjálfvirkt var hætt við 220 beiðnir þar sem einstaklingar svöruðu ekki spurningalista í upplýsingakerfi VIRK eða höfðu afþakkað þjónustu. Rúmlega 71% afgreiddra beiðna voru samþykktar en tæplega 29% var vísað frá. endurhæfing er þá metin ekki tímabær en verður það mögulega að lokinni annarri endurhæfingu. Sem dæmi má nefna með- ferð í heilbrigðiskerfi, aðstoð félagsþjónustu eða Vinnumálastofnunar. Skilyrði fyrir þjónustu VIRK eru meðal annars þau að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti vegna hindrana af völdum heilsubrests en að markmið hans sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði svo fljótt sem verða má. Nauðsynlegt er að einstaklingur fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma í sínu endurhæfingarferli og því er litið til þess hvort þörf sé á frekari meðferð eða endurhæfingu í heilbrigðiskerfi áður en starfsendurhæfing hefst. Þverfaglegur stuðningur Þegar inntökuferli er lokið og beiðni um starfsendurhæfingu hefur verið samþykkt útfærir ráðgjafi VIRK tillögur inntökuteymis með þjónustuþeganum og aðstoðar hann við að setja sér markmið um endurkomu til vinnu. Ráðgjafar VIRK geta nýtt sér stuðning og samráð við sérfræðinga og bókað sig á rýnifund hvenær sem þeir telja þörf á eða þegar ákveðinni tímalengd í þjónustu er náð. Á rýnifundi sitja auk ráðgjafa tveir sér- fræðingar með mismunandi fagþekkingu og geta til dæmis verið iðjuþjálfi og sálfræðingur eða sjúkraþjálfari og sálfræðingur. Á fund- inum er fjallað um mál einstaklingsins heildstætt og út frá ólíkum sjónarhornum mismunandi fagstétta. Á rýnifundi er fjallað um styrkleika og hindranir, framgang starfs- endurhæfingar og þann árangur sem náðst hefur. Einnig er rætt um hvaða úrræði geti gagnast best til að styðja við endurkomu til vinnu og hvernig styrkleikar einstaklingsins geti nýst á vinnumarkaði. Stundum er talin þörf á að breyta áherslum í ferlinu svo markmið náist. Árið 2023 voru haldnir 2.639 rýnifundir með ráðgjafa og sérfræðingum VIRK. Auk rýnifunda er mögulegt að kalla eftir sérfræðiáliti frá ákveðnum faghópi sérfræðinga sem skoðar mál einstaklings út frá sinni sérþekkingu. Árið 2023 voru 1.272 sérfræðiálit afgreidd af sérfræðingum sviðsins. Þegar beiðnum er vísað frá er það mat inntökuteymis að önnur meðferð eða endurhæfing sé frekar viðeigandi og líklegri til árangurs á þeim tímapunkti. Starfs- 27virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.