Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 34

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 34
ÚRRÆÐI Í ATVINNUTENGDRI STARFSENDURHÆFINGU Úrræði í starfsendurhæfingu hjá VIRK byggja ávallt á einstaklingsmiðaðri þjónustu við hvern og einn þjónustuþega og skulu þau byggja á fagmennsku og gagnreyndum aðferðum sem líkur eru á að skili árangri. Þess er gætt við val á úrræðum að tryggja fjölbreytni í takti við þarfir einstaklinga í þjónustu hverju sinni. Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá samstarfsaðilum Kaup á úrræðum jukust lítillega milli ára og námu þau 1.778 milljónum króna eins og sjá má á mynd 1. Myndin sýnir þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu á föstu verðlagi. Í árslok 2023 voru rúmlega 500 þjónustuaðilar með virkar pantanir í upplýsingakerfi VIRK sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Á árinu voru gerðar tæplega 24 þúsund pantanir á úrræðum í upplýsingakerfi VIRK í samanburði við rúmar 21 þúsund pantanir árið á undan. Pöntunum fjölgar í takt við fjölda einstaklinga í þjónustu. ÁSTA SÖLVADÓTTIR sviðsstjóri úrræða, forvarna – verkefnastofu hjá VIRK YTRI ÞJÓNUSTUAÐILAR Í STARFSENDURHÆFINGU GEGNA VEIGAMIKLU HLUT- VERKI Í ÞJÓNUSTU VIRK STARFSENDURHÆFINGAR- SJÓÐS OG SEGJA MÁ AÐ GOTT SAMSTARF VIÐ FAGAÐILA UM ALLT LAND LEGGI HORNSTEIN AÐ ÁRANGURSRÍKRI STARFSENDURHÆFINGU. 34 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.