Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 36
Þá mun VIRK veita starfsendurhæfingar- stöðvum handleiðslu vegna innleiðingar á hugmyndafræði IPS (Individual placement and support), en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri við að aðstoða einstaklinga sem hafa þörf fyrir sértækan stuðning við að komast í vinnu á almennum vinnumarkaði. Hlutfallsleg skipting útgjalda á árinu 2023 vegna aðkeyptrar þjónustu Mynd 2 sýnir hlutfallslega skiptingu út- gjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá samstarfsaðilum á árinu 2023. Hæstri fjárhæð er varið til kaupa á sérhæfðum starfsendurhæfingarúrræðum hjá starfs- endurhæfingarstöðvum um land allt, um 49% útgjalda. 33% fjárhæðar er varið til kaupa á sálfræðiþjónustu og úrræða á sviði sjálfseflingar. Úrræði tengd hreyfingu og sjúkraþjálfun nema samtals um 11%. Mikilvægi góðra samskipta Sérfræðingar og ráðgjafar VIRK eru í miklum daglegum samskiptum við þjónustuaðila um allt land og innan VIRK er sérstakt úrræðasvið sem sér um að halda utan um öll keypt úrræði auk þess að skipuleggja eftirlit með þeim og stuðla að þróun og nýjungum í takt við þarfir þjónustuþega á hverjum tíma. VIRK kaupir einungis úrræði sem flokkast geta sem hluti af formlegri starfsendur- hæfingu og veitt eru af fagaðilum með tilskilin réttindi enda er um viðkvæma þjón- ustu að ræða. Allir þjónustuaðilar þurfa að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu áður en samstarf við VIRK getur hafist. Gerðir eru samstarfs- og rammasamningar við stærstu þjónustuaðila VIRK. Gerðar eru ákveðnar hæfniskröfur til þjónustuaðila og þurfa þeir að senda nauðsynleg fylgigögn í gegnum upplýsingakerfið í upphafi samstarfs. Hægt er að uppfæra fylgigögn eftir þörfum. Samskipti við þjónustuaðila fara mikið fram í gegnum upplýsingakerfi VIRK. Þar óska þjónustuaðilar eftir því að selja VIRK úrræði og senda nauðsynleg fylgigögn Fjarúrræðum fjölgaði talsvert á Covid árunum og er slík fjarþjónusta komin til að vera í úrræðaflóru VIRK. tengd úrræðum til samþykktar. Allar pant- anir eru síðan rafrænar í gegnum kerfið og þar þurfa þjónustuaðilar að koma á framfæri ýmsum upplýsingum til ráð- gjafa, atvinnulífstengla og sérfræðinga VIRK í starfsendurhæfingarferlinu. Sam- þykkt reikninga frá þjónustuaðilum og eftirlit með þeim á sér líka stað í gegnum upplýsingakerfið. Góð samskipti þjónustuaðila, einstaklinga, ráðgjafa, atvinnulífstengla og sérfræðinga VIRK gegna lykilhlutverki í árangursríkri starfsendurhæfingu. Samvinna fagaðila og endurgjöf frá þjónustuaðilum um fram- gang meðferða, skil á greinargerðum, loka- skýrslum og upplýsingum um ástundun í úrræði stuðla að markvissri starfsendur- hæfingarþjónustu sem tekur mið af færni og hindrunum hvers og eins með það að markmiði að stuðla að endurkomu ein- staklinga á vinnumarkað. Nýtt útlit á síðum þjónustuaðila Á árinu 2024 munu „Mínar síður“ þjón- ustuaðila í upplýsingakerfi VIRK fá nýtt útlit. Markmiðið er að gera umhverfið not- endavænna fyrir þjónustuaðila og verður umhverfið endurskrifað í nýrri tækni sem á að auka hraða og er skalanleg á mismunandi skjáum/snjalltækjum. 36 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.