Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 37

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Blaðsíða 37
 VIRK VIRK Atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við ráðningar starfs- fólks. Markmiðið er að ljúka starfsendurhæfingu hjá VIRK á farsælan hátt með því að útvega einstaklingum störf við hæfi og fyrirtækjum gott starfsfólk ásamt því að halda uppi virkri atvinnuþátttöku á Íslandi og stuðla að heilbrigðu samfélagi. Atvinnulífstenglar VIRK gegna lykilhlutverki í því að tengja einstaklinga við fyrirtæki eða stofnanir út frá óskum beggja og aðstoða einstaklinginn, en ekki síður vinnustaðinn, við aðlögun og endurkomu til vinnu. Rúmlega 500 fyrirtæki eru í virku samstarfi við atvinnutengingu VIRK og sífellt bætist í hópinn. Stór hluti þeirra er með undirritaða samstarfsyfirlýsingu og hafa beinan aðgang að atvinnulífstenglum VIRK sem auðveldar allt samstarf. VIRK leitar stöðugt eftir samstarfi við ný fyrirtæki og stofnanir. Hægt er að hafa samband við atvinnulífstengla VIRK og fá nánari upplýsingar. Gott samstarf grundvöllur atvinnutengingar Gott samstarf við fyrirtæki er grund- völlur farsællar atvinnutengingar. Atvinnutenging VIRK er í samstarfi við hundruð fyrirtækja og stofnana varðandi aðstoð við einstaklinga sem eru að ljúka starfsendurhæfingu og vilja stíga skrefin aftur út á vinnumarkaðinn. Samstarf við fyrirtæki og stofnanir gengur vel og viðtökur eru góðar - dýrmæt tæki- færi hafa orðið til fyrir einstaklinga í atvinnutengingu. Á ársfundi VIRK 2023 var viðurkenningin VIRKT fyrirtæki veitt í fyrsta sinn til fyrirtækja sem sinnt hafa samstarfinu við VIRK sérlega vel og sýnt samfélagslega ábyrgð - og þannig hvatt önnur fyrirtæki til góðra verka. Össur Iceland og Vista verkfræðistofa fengu viðurkenninguna VIRKT fyrirtæki 2023. Að þessu sinni hlutu 15 fyrirtæki og stofn- anir tilnefningu og á ársfundi VIRK var Símstöðinni og Hrafnistu veitt viðurkenning sem VIRKT fyrirtæki 2024. TILNEFND SEM VIRKT FYRIRTÆKI 2024 • Arion banki • Droplaugarstaðir • Fagkaup • Góði hirðirinn • Hrafnista Laugarás/Sléttuvegi • Húsasmiðjan • Hönnunarsafn Íslands • Isavia • Ísfélag Þórshöfn • Kópavogsbær • Landspítali lyfjaþjónusta • Penninn Eymundsson Ásbrú • Pósturinn Akureyri • Securitas • Símstöðin VIRKT FYRIRTÆKI 2024 37virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.