Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 48

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 48
GÓÐ ÚRRÆÐI Í HEIMABYGGÐ ÞÓRSTEINA SIGURBJÖRNSDÓTTIR ráðgjafi VIRK í Vestmannaeyjum EINSTAKLINGAR SEM LEITA TIL VIRK EIGA SÉR MARGVÍSLEGA SÖGU. ÞÓRSTEINA SIGURBJÖRNSDÓTTIR RÁÐGJAFI VIRK Í VESTMANNAEYJUM HEFUR KYNNST ÝMSU Í SÍNU STARFI. Er algengt að fólk í Vestmannaeyjum leiti eftir þjónustu hjá VIRK? Það er að aukast. Ég hef fundið fyrir því að það er vitundarvakning hvað VIRK varðar í Vestmannaeyjum. Ég er komin í gott samstarf við lækni í Vestmannaeyjum sem sendir beiðnir inn til VIRK fyrir ein- staklinga með heilsubrest sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda. Segja má að við myndum teymi, ég fyrir VIRK, læknir og félagsráðgjafi hjá Heil- brigðisstofnun Suðurlands í Vestmanna- eyjum og starfsmaður Tryggingastofnunar í Vestmannaeyjum. Við höldum samráðs- fundi um það bil einu sinni í mánuði. Ég er líka ráðgjafi VIRK á Suðurlandi og tek þá aðallega málin sem eru í dreifbýli á Suðurlandi, til dæmis á Hellu, Flúðum, Vík og Hvolsvelli. Jafnvel stundum á Selfossi og Hveragerði.“ Hvað er það helst sem hrjáir fólk sem leitar til VIRK á þínu stóra svæði? „Þetta er mjög einstaklingsbundið, stundum er um að ræða stoðkerfisvanda og eða and- leg veikindi. Afleiðingar af slysum og aðrar hindrandir sem fólk stríðir við og kemur í veg fyrir að það geti verið á vinnumarkaði.“ Hefur Covid-19 samkvæmt þinni reynslu haft miklar afleiðingar hvað vinnuþátttöku snertir? „Við erum að sjá beiðnir um endurhæfingu hjá fólki sem fengið hefur Covid-19 og misst færni af þeim sökum. Þá er það að glíma við afleiðingar sjúkdómsins og er komið í endurhæfingu til þess að byggja sig upp heilsufarslega svo það geti komist aftur út á vinnumarkaðinn.“ 48 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.