Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 51

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 51
 VIRK eins og áður. Samhliða þessum breytingum hafa komið upp nýjar áskoranir varðandi heilsu fólks. Aukin kyrrseta er tengd lakari heilsu, aukinni tíðni langvinnra lífsstíls- og samfélagssjúkdóma, þ.e. sjúkdóma sem eru tengdir erfðum, lífsstíl og umhverfi, ótímabærum dauðsföllum1 og ýmsum stoðkerfiseinkennum. Fyrrgreindir sjúkdómar orsaka um 80% af allri sjúkdómsbyrði í Evrópu, draga umtalsvert úr lífsgæðum og athafnagetu fólks, og skýra stærsta hluta af heilbrigðis- útgjöldum Evrópusambandsins. Helstu áhættuþættir þeirra eru hreyfingarleysi, óhollt mataræði, reykingar, áfengisneysla og geðheilbrigðisvandamál. Það er því til mikils að vinna að fyrirbyggja og meðhöndla slíka sjúkdóma2. Segja má að stjórnvöld, heilbrigðiskerfi og almenningur standi frammi fyrir nýrri áskorun hvað það varðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt leiðbeinandi fyrirmæli um að fólk lágmarki kyrrsetu eins mikið og kostur er og leitist við að skipta henni út fyrir hreyfingu. Stofnunin hefur beint tilmælum til þjóða um að hvetja þegna sína til hreyfingar enda er hreyfingarleysi einn af aðaláhættuþáttum lífsstíls- og samfélagssjúkdóma og kyrr- setufólk er í 20-30% meiri hættu á óvæntu andláti en þeir sem stunda reglubundna hreyfingu1,3. Áhrif hreyfingar Hreyfing er hvers konar vinna beinagrindar- vöðva sem eykur orkunotkun umfram það sem hún er í hvíld. Flestar athafnir daglegs lífs falla þar undir1 og má nefna sem dæmi heimilisstörf, garðvinnu, íþróttir og göngur úti í náttúrunni. Stoðkerfið, þ.e. bein, beinagrindarvöðvar og liðir, er hannað til hreyfingar og það þarf að nota reglubundið til að viðhalda úthaldi og getu í lífi og starfi. Nánast öll form hreyfingar, allt frá þolþjálfun til jóga, draga úr streituástandi og er því hægt að nýta hreyfingu sem verkfæri til streitustjórnunar4. Rannsóknir sýna á óumdeilanlegan hátt fram á margvíslegan ávinning reglubund- innar hreyfingar á heilsu og lífsgæði einstaklinga. Hreyfingin á þátt í að fyrir- byggja lífsstíls- og samfélagssjúkdóma og er mikilvægur hluti af meðferð þeirra. Reglubundin hreyfing stuðlar að bættri hugrænni getu, betri svefni og dregur úr einkennum depurðar og kvíða. Einnig upplifa margir aukið sjálfstraust og meiri áhugahvöt í kjölfar reglubundinnar hreyfingar. En þrátt fyrir þessa vitneskju er stór hluti fólks í velferðarríkjum ekki að hreyfa sig nægjanlega til að stuðla að góðri heilsu1. Landlæknisembættið hefur nýlega uppfært leiðbeiningar um lágmarks hreyfingar m.t.t. heilbrigðis og heilsuváar. Leiðbeiningarnar byggja m.a. á vinnu WHO í málaflokknum. Þar kemur fram ráðlegging til einstaklinga á öllum æviskeiðum, óháð líkamlegu ástandi, um að leitast við að takmarka kyrrsetu, stunda reglulega hreyfingu og miða við að hún fari ekki niður fyrir ákveðin viðmiðunarmörk. Viðmiðin eru breytileg eftir æviskeiðum og eru gefin út fyrir börn og unglinga (6-17 ára), fullorðna (18-64 ára), með sérstökum ráðleggingum á meðgöngu og eftir fæðingu, og eldra fólk (64 ára og eldri). Í fyrsta skiptið er að finna sértækar ráðleggingar fyrir fatlaða einstaklinga sem eru sérstaklega hvattir til hreyfingar. Nánast öll form hreyfingar, allt frá þolþjálfun til jóga, draga úr streituástandi og er því hægt að nýta hreyfingu sem verkfæri til streitustjórnunar4. Öll fullorðin ættu að hreyfa sig reglulega Hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur Hreyfa sig kröftuglega minnst 75-150 mínútur Stunda sambærilegt magn af rösklegri til kröftugri hreyfingu Minnst 2 daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva eða RÁÐLAGT ER: eða Í hverri viku ætti að: Hér er átt við loftháða hreyfingu af miðlungs ákefð sem eykur hjartslátt og öndun í minnst 2,5-5 klst. samtals yfir vikuna. Dæmi eru röskleg ganga, hjóla, synda, dansa, garðvinna og heimilisþrif. Hér er átt við loftháða hreyfingu af mikilli ákefð sem kallar fram mæði og svita í minnst 1 klst. og 15 mín - 2 klst. og 30 mín samtals yfir vikuna. Dæmi eru fjallganga, hlaupa eða synda hratt, kröftug lotuþjálfun, fótbolti og önnur hreyfing af krafti. Almennt má miða við að 2 mínútur af rösklegri hreyfingu jafngildi 1 mínútu af kröftugri hreyfingu. Hreyfingin, sem er hluti af heildarhreyfingu vikunnar, ætti að vera röskleg eða kröftug og virkja alla stærstu vöðvahópa líkamans s.s. í fótleggjum, mjöðmum, baki, brjósti, kvið, öxlum og örmum. Dæmi eru styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd, æfingateygjur og lóð ásamt sumum tegundum jóga. Hreyfing - ráðleggingar embættis landlæknis5 51virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.