Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 56

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 56
FYRST OG FREMST ÞARF FÓLK AÐ VILJA RAGNHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR sérfræðingur hjá VIRK RAGNHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR SÉRFRÆÐINGUR HJÁ VIRK ER IÐJUÞJÁLFI, LÆRÐI Í DANMÖRKU OG FÓR AÐ EIGIN SÖGN AÐ HUGA AÐ STARFSENDURHÆFINGU OG ÞJÁLFA SIG Á ÞEIM VETTVANGI. HÚN ER EINNIG MEÐ MEISTARAGRÁÐU Í MANNAUÐSSTJÓRNUN OG ER VIÐURKENNDUR AÐILI Í VINNUVERND. Ég er búin að vinna hjá VIRK í sex ár. Byrjaði 2018 sem atvinnu- lífstengill. Það getur verið flókið starf, en skemmtilegt. Krefst lipurleika. Nú starfa ég hins vegar hjá VIRK sem sérfræðingur á mat- og rýnisviði. Verkefnin eru margvísleg, svo sem skimun og afgreiðsla nýrra beiðna, kortlagning á vanda einstaklinga og fagleg aðkoma í einstaklingsmálum. Sérfræðiteymið rýnir í framgang mála, hvað hindrar einstakling í þátt- töku á vinnumarkaði, skoðar á faglegan máta vanda einstaklings í upphafi þjónustu og í ferlinu, og veitir ráðgjöfum faglegan stuðning. Í öllu starfi af þessu tagi þarf maður að hafa mikinn áhuga á fólki því til VIRK koma ólíkir einstaklingar með alls konar vanda,“ segir Ragnheiður. Hver var þín fyrri reynsla á þessu sviði? „Ég ákvað eftir námslok að fá mér starf sem gaf mér góða þekkingu og 56 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.