Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 58
– svo sem að fólk þurfi að vera hundrað prósent vinnufært. En á hinn bóginn taka ýmsir vinnustaðir oft mjög vel á móti fólki, eða það var að minnsta kosti mín reynsla þegar ég var atvinnulífstengill.“ Er endurhæfing erfið, almennt? „Já, hún getur verið það. Það þarf stundum að breyta viðhorfi og venjum. Að meðaltali tekur starfsendurhæfing hjá VIRK um eitt ár. Það var margt í atvinnutengingunni sem mér fannst spennandi, ekki síst sú aðlögun sem felst í því þegar viðkomandi fer í nýtt starf. Þar geta margir þættir skipt máli og sumir vel faldir. Og einmitt földu þættirnir hafa kannski úrslitaáhrif á hvort viðkomandi endist í vinnu eða ekki. Líkamlegar hindranir geta verið augljósari en hinar andlegu. Oft getur verið erfitt að útskýra andlegan vanda. Fólk getur verið hrætt við að missa vinnuna en veit ekki af hverju. Það getur verið bara eitt verkefni af mörgum sem vefst fyrir fólki en það er nóg til að skapa hindrun. Fólk hikar við að leita aðstoðar og enginn kemur auga á hvar vandinn liggur. Svo getur fólk verið í afneitun, er ekki vant að greina eigin huga á þennan hátt og skilur því ekki hvar það þarf hjálp. Loks er sjálfmyndin stundum að trufla, sumir eiga erfitt með að segja: „Ég get þetta ekki.“ Þá þarf að aðstoða fólk við að yfirstíga slík vandkvæði. Að ná tökum á starfi getur verið töluvert mál.“ Hefur margt breyst hjá VIRK á þeim tíma sem þú hefur unnið þar? „Já, ýmislegt hefur breyst. Starfsendur- hæfing er mjög ungt fag. Hluti af af mínu fagi sem iðjuþjálfi er af efla hæfni og getu fólks og síðan að skoða hvers störfin krefjast af viðkomandi. Starfsumhverfið er líka alltumlykjandi. Þessir þrír þættir þurfa að ganga upp til þess að fólki líði vel í vinnunni. En reynsla í starfsendurhæfingu er sífellt að aukast. Ráðgjafar og ýmsir aðrir starfsmenn VIRK hafa á undanförnum árum öðlast æ betri þekkingu á helstu atriðum starfsendurhæfingar.“ Starf VIRK hefur skilað miklum árangri Hvar þurfa ráðgjafarnir helst stuðning? „Þegar framgangur er hægur, málin eru flókin eða fólk er ekki að taka ábyrgð á eigin endurhæfingu þá snúa ráðgjafarnir Finni fólk starf við sitt hæfi þá slaknar oft á vandamálum. sér til sérfræðinganna sem leitast þá við að sjá málið í víðara samhengi. Vandkvæði þjónustuþega eru stundum slík að ráð- gjafinn þarf stuðning.“ Finnst þér starf VIRK hafa skilað íslensku samfélagi miklu? „Svo sannarlega hefur starf VIRK skilað miklum árangri en ekki síður er mikil- vægt að VIRK hafi sett fókusinn á starfs- endurhæfinguna. Það er dýrt andlega og fjárhagslega þegar fólk getur ekki unnið fyrir sér. VIRK hefur lagt höfuðáherslu á að fólk geti tekið þátt og stundað vinnu – það er risastór hluti af lífi hvers manns.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason VIRK hefur lagt höfuðáherslu á að fólk geti tekið þátt og stundað vinnu – það er risastór hluti af lífi hvers manns. 58 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.