Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 59

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Page 59
 VIRK Kærar þakkir fyrir mig. Ég upplifði frábæra þjónustu og úrræðin sem ég hafði aðgang að höfðu mikil áhrif á mitt gengi í leik og starfi. Náði fullri starfsgetu á einu ári í VIRK.“ VIRK gaf mér tíma og tækifæri til að vinna í mínum vanda. Ég hefði ekki getað gert það upp á eigin spýtur í fullri vinnu með lítil börn. Hjá VIRK buðust mér ýmis konar úrræði sem ég vissi ekki einu sinni að væru í boði. Ég byrjaði í námi sem ég hafði ekki þorað að hefja og er núna í sérhæfðu starfi tengdu náminu mínu.“ Ég er á því að VIRK hafi bjargað geðheilsu minni eftir erfitt tímabil og miklar breytingar og þar með gert mér kleift að sinna þeirri vinnu sem ég er í með gleði.“ Þið eruð æði! Svakalega gott starf sem er unnið hjá VIRK. Mæli hiklaust með!“ Hjartans þakkir fyrir að vera til staðar fyrir mig. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar. Kærleikskveðja!“ Var með frábæran ráðgjafa hjá VIRK sem benti mér á frábært fagfólk og námskeið sem aðstoðaði mig í mínum bata. Hefði ekki getað þetta án þeirra. Takk fyrir mig.“ Frábært starf. Áfram VIRK!“ Þjónustan sem ég naut hjá VIRK reyndist mér sem björgunarbátur þegar ég var í einum erfiðustu aðstæðum lífsins. Ég naut fræðslu og samskipta sem hjálpuðu mér að halda í vonina þar til ég byrjaði að sjá til lands.“ Takk fyrir mig, ómetanlegt starf sem þið vinnið.“ Lagði allar varnir niður eftir að ég sagði upp starfinu. Einbeitti mér að því að hætta að hugsa um neitt nema það sem mér var ráðlagt og notaði allar aðferðir sem mér voru sýndar til að róa hugsanir, komast í núvitund, ofl. Hefði ekki getað trúað því að ég kæmist út úr þessu ástandi og hefði ekki viljað missa af allri þessari fræðslu og aðstoð sem ég fékk. Finnst lygilegt hvað þetta var allt eins og sett upp fyrir mig til að ná bata. Allt sem ég hef lært er orðið að áhugamáli hjá mér og ég mun njóta þess í framtíðinni að stunda sjálfskoðun og bæta líf mitt. Kærar þakkir VIRK.“ Svör við spurningunni: Af hverju ánægja með þjónustu VIRK? UMMÆLI ÞJÓNUSTUÞEGA ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUN VIRK 2023 59virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.