Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 60

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Side 60
SVANDÍS NÍNA JÓNSDÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK LANGTÍMA VEIKINDI OG LÍÐAN Á VINNUSTAÐ Af þessum sökum hafa rannsóknir beint sjónum sínum í auknum mæli að svokölluðum sálfélagslegum þáttum í vinnuumhverfinu, þ.e. aðstæðna sem hafa sálræn og/ eða félagsleg áhrif á hegðun og líðan einstaklinga1. Sem dæmi um sálfélagslega þætti sem hafa verið þungamiðja í rannsóknum á viðfangsefninu má nefna álag í starfi, þ.á.m. kröfur um afköst og ákvarðanatöku, sjálfræði starfsmanns í starfi, sanngirni og réttlæti af hálfu yfirmanna, stuðning yfirmanns og samstarfsfólks, gæði samskipta á vinnustaðnum, starfshlutverk, hlutverkaágreining og áhrif vinnu á einkalíf2. Á SÍÐUSTU MISSERUM OG ÁRUM HEFUR MIKIL UMRÆÐA ÁTT SÉR STAÐ UM LÍÐAN FÓLKS Á VINNUSTAÐ, ENDA EKKI AÐ ÓSEKJU. VIÐ VERJUM STÓRUM HLUTA VÖKUTÍMA OKKAR Á VINNUSTÖÐUM, SEM GETA VERIÐ AF ÓLÍKU TAGI, EN EIGA ÞÓ ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ SAMSKIPTI VIÐ SAMSTARFSFÓLK OG/ EÐA VIÐSKIPTAVINI EIGA MIKILVÆGAN ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ STARFSEMIN GANGI UPP. Aðstæður í vinnuumhverfi Þó rannsóknir sýni að slæmar vinnuaðstæður geti vissulega haft neikvæð áhrif á andlega líðan fólks - og jafnvel leitt til veikinda - þá er öllu erfiðara að draga upp skýra mynd af áhrifunum sem vinnuaðstæðurnar geta valdið2. Ástæðan er sú að oft er um flókið samspil margra þátta að ræða, þátta sem eiga sér stað bæði innan vinnustaðar og utan. Annað, og ekki síður mikilvægt, er að í sálfélagslegu tilliti eru bæði verndandi þættir og áhættuþættir til staðar á vinnustöðum. 60 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.