Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2024, Síða 64
Líkt og myndin sýnir er lítill hlutfallslegur munur á afstöðu eftir vinnumarkaðsstöðu. Jafnhátt hlutfall launþega og langveikra upplifði oft að starfið hafi valdið þeim streitu á meðan launþegar voru hlutfallslega líklegri en langveikir til að upplifa álag vegna fjárhagslegrar ábyrgðar í starfi. Þegar litið er til krafa í starfi sem trufluðu fjölskyldulíf voru launþegar líklegri (28%) en langveikir (18%) til að hafa upplifað það oft á meðan lítill eða enginn munur er á svörum við spurningunni hvort kröfur fjölskyldu hafi truflað starf viðkomandi. Jafnhátt hlut- fall launþega (39%) og námsmanna og atvinnuleitenda (40%) sagði að það hafi oft komið fyrir að þá langaði ekki í vinnuna við upphaf vinnudags borið saman við aðeins lægra hlutfall langveikra (35%). Mat á sveigjanleika starfsins Síðustu misserin hefur talsverð umræða átt sér stað um mikilvægi sveigjanleika í starfi til að draga úr álagi5. Það sem þó hefur skort í umræðuna er að sveigjanleiki í starfi þarf að taka mið af eðli starfsins. Sum störf krefjast meiri viðveru en önnur og því er erfitt að átta sig á því hvernig einstaklingar í ólíkum störfum lesa – og svara – spurningum um sveigjanleika. Ef þátttakandi í könnun er eða var í starfi sem býður ekki upp á skrepp án afleysinga- manneskju er vel hægt að hugsa sér að viðkomandi búist ekki við sveigjanleika og upplifi það því ekki á neikvæðan hátt. Svarendur í þessari könnun komu úr ýmsum áttum og unnu ólík störf og því er varað við því að lesa of mikið í niðurstöðurnar. Á mynd 8 má sjá mat svarenda á því hvort starfið fyrir veikindaleyfi hafi sjaldan, stund- um eða oft verið sveigjanlegt. Á bilinu 41- 48% svarenda upplifðu oft sveigjanleika í starfinu á meðan 28-33% upplifðu það sjaldan. Dreifing svara bendir ekki til þess að bein tengsl séu á milli endurkomu til vinnu og upplifun á sveigjanleika, en launþegar voru hlutfallslega ólíklegri til að upplifa sveigjanleika oft (41%) borið saman við langveika (44%) og atvinnuleitendur (48%). Hvaða lærdóm getum við dregið af niðurstöðunum? Í þessari grein hefur verið stiklað á stóru í niðurstöðum könnunar VIRK og sjúkrasjóða á líðan þátttakenda á vinnustaðnum sem þeir voru á fyrir veikindaleyfi og stöðu þeirra 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Sveigjanleiki í starfi Sjaldan Stundum Oft 28% 24%25% 48% 33% 41% 28% 28% 44% Mynd 8 á vinnumarkaði þegar könnunin var lögð fyrir (2022). Líkt og myndirnar sýna er enginn eða óveru- legur hlutfallsmunur á afstöðu svarenda til vinnustaðar og líðanar þeirra í starfi eftir því hvort þeir voru í launuðu starfi, langveikir eða atvinnuleitendur eða námsmenn í kjölfar veikindaleyfis. Ef eitthvað er þá voru langveikir hlutfallslega jákvæðari í garð starfsins sem þeir voru í en svarendur í hinum hópunum tveimur. Hér þarf þó að stíga varlega til jarðar við túlkun niðurstaðna. Eins og fjallað var um í upphafi greinar skiptir samhengi öllu máli þegar rannsóknarniðurstöður eru túlkaðar. Í þessari umfjöllun hefur t.a.m. ekki verið leiðrétt fyrir áhrifum ýmissa þátta sem – í sumum tilvikum – skipta sköpum þegar ályktanir eru dregnar. Til að mynda getur heilsufarssaga einstaklinga og aðstæður í einkalífi vegið þungt í upplifun þeirra á vinnuumhverfinu og jafnvel dregið úr vellíðan þeirra, jafnvel þó aðstæður í vinnuumhverfi séu góðar. Þó er ljóst að heilt á litið benda niðurstöður ekki til þess að það séu bein tengsl á milli langtímaveikinda og þeirra aðstæðna í vinnuumhverfinu sem hér hefur verið fjallað um. Það er þó ekki hægt að útiloka að tengsl séu á milli ofangreindra þátta í vinnuumhverfinu og skammtímaveikinda, þ.e. veikinda sem leiða ekki til brotthvarfs af vinnumarkaði. Það þarf hins vegar að rannsaka betur. Heimildir 1. Sjá umfjöllun í handbókinni User‘s guide for the QPSNordic-ADW (2014) 2. Hakansson o.fl. (2021). The combi- nation of psychosocial working con- ditions, occupational balance, and sociodemographic characteristics and their associations with no or negligible stress symptoms among Swedish occupational therapists – a cross- sectional study, í BMC Health Services Research 21(471). 3. Aziz Mensah (2021). Job Stress and Mental Well-Being among Working Men and Women in Europe: The Mediating Role of Social Support, The International Journal of Environmental Research and Public Health, 18 (2494). 4. Sjá ítarlega umfjöllun um þátttakendur og heimtur í greininni Endurkoma til vinnu að afloknu veikindaleyfi sem birtist í ársriti VIRK 2023. 5. Sjá umræðu í fjölmiðlum og ýmis konar fræðsluefni á heimasíðum stéttarfélaga, sbr. fræðslupakka Reykjavíkurborgar Hið gullna jafnvægi, http://jafnretti.is og frétt á heimasíðu Samtaka atvinnu- lífsins, Sveigjanleiki í starfi eykur hag- kvæmni og starfsánægju, http://sa.is/ frettatengt. Sum störf krefjast meiri viðveru en önnur og því er erfitt að átta sig á hvernig einstaklingar í ólíkum störfum lesa – og svara – spurningum um sveigjanleika. Í námi eða atvinnuleit Langveikir Launþegi 64 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.