Úrval - 01.02.1971, Side 12

Úrval - 01.02.1971, Side 12
10 ÚRVAL vegna mátti búast við því, að hann missti einhvern tíma algjörlega stjórn á sér,“ segir dr. Ziporyn. At- ferli manna og hegðun er eins líf- fræðileg og öndun eða melting. Þekking okkar á atferlinu er samt ekki eins víðtæk og á önduninni og meltingunni, en það breytir samt engu. Ekki er hægt að segja að sjónar- mið þessi séu algeng, en þó sýna vísindamenn þeim æ meiri áhuga. Þeir beina nú rannsóknum sínum mjög í þá áttina að kanna hinar líffræðilegu orsakir ofbeldis og rannsaka í því sambandi erfða- stofnana, efnaskipti líkamans, heila- skemmdir og heilasjúkdóma með það í huga, hvort þessi atriði eiga einhvern þátt í ofbeldishneigð manna. Hingað til hafa rannsóknir á of- beldishneigð mannsins verið nær eingöngu stundaðar af sálfræðing- um og félagsfræðingum, og þeir hafa haldið því fram, að hún ætti að mestu leyti rætur sínar að rekja til áhrifa frá uppeldi og umhverfi. En nýjustu rannsóknir hafa sýnt, að hinar líffræðilegu orsakir of- beldis eru ekki síður fyrir hendi en þær sálrænu og félagslegu. Einn vísindamanna segir m. a.: „Þegar ég rannsaka fólk, sem alizt hefur upp við mjög óheppilegar að- stæður, furðar mig á því, hve fá- ir hafa leiðzt út í ofbeldi og glæpi. Auðvitað hefur umhverfið, sem einstaklingurinn elst upp í, mikið að segja, en þegar ég athuga fólk, sem á sér langa sögu ofbeldis og glæpa, hefur það vakið eftirtekt mína, að margir hafa orðið fyrir einhverjum skemmdum á heila. Sá þáttur í sambandi við rann- sóknir á ofbeldishneigð sem er langmikilvægastur, en samt vanda- samast að kanna, eru gallaðir og vanskapaðir erfðastofnar og áhrif þeirra á ofbeldishneigð mannsins. í frumum hvers einstaklingsins eru oftast 23 erfðastofnar, sem ákvarða andlega og líkamlega byggingu hans. Til þessa hefur athygli vís- indamanna nær eingöngu beinzt að erfðastofnum kynfrumanna. Rannsóknir' á erfðastofnum kyn- frumanna fengu byr undir báða vængi fyrir nokkrum árum, þegar það kom í ljós, að tveir afbrota- menn, sem framið höfðu mjög óhugnanlega kynferðisglæpi, höfðu einn auka Y erfðastofn í frumun- um. (Venjulegur maður hefur einn X erfðastofn og annan Y í kyn- frumunum. Venjuleg kona hefur hins vegar tvo X erfðastofna). — Þessar niðurstöður urðu til þess, að nokkrir vísindamenn settu fram þá kenningu, að karlmenn, sem höfðu einn auka Y erfðastofn, væru mjög hneigðir til ofbeldisverka og einnig líklegir til að fremja kyn- ferðisglæpi. Við nánari rannsóknir reyndist kenning þessi ekki alls kostar rétt, því það hefur komið í ljós, að flest- ir glæpamenn hafa eðlilegan fjölda erfðastofna í kynfrumunum. Þá er ekki vitað til, að þeir menn, sem vísindamenn vita að hafi einn X og tvo Y erfðastofna, hafi framið nokkra glæpi. Það er aðeins örlítið brot af öllum kynferðisglæpamönn- um, sem hafa annað hvort auka Y eða X erfðastofn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.