Úrval - 01.02.1971, Síða 17
EITURHERNAÐUR í VIETNAM
15
1967. Auk þess höfðu 50 þúsund
hektarar af ökrum verið eyðilagðir.
Og árið 1968 voru notuð í þessu
skyni rúmlega tvö þúsund tonn af
eiturefninu Picloram.
í greininni er þetta haft eftir
„The New York Times“: „Með vél-
um, sprengjum og eiturefnum hafa
heilu landflæmin verið lögð í auðn,
þar sem ætlað var að Vietkong
hefði felustaði. Á mörgum þessum
stöðum hefur öllu lífi verið gjör-
eytt.... Á Khe Sanh hefur ver-
ið varpað milljónum tonna af
sprengjum, sem hafa breytt iðja-
grænum hæðum í sviðna jörð og
gíga, sem minna á landslag á tungl-
inu.“ Mangrove-skógunum suður af
Saigon hefur að mestu verið eytt,
og norðar, í svonefndum „Járnþrí-
hyrningi" hafa vélaferlíki, kölluð
„Rómaplógur“, tætt í sundur skóg-
ana. Allt líf er dautt eða á brott.
Dádýr, tígrisdýr, fílar, apar og
villigeltir sjást þar ekki framar og
hafa hrakizt til Kambódíu og Laos.
Nashyrningar eru horfnir frá Viet-
nam, og fíla skjóta stríðsaðilar
hvorir frá öðrum, stundum úr þyrl-
um, því að þeir eru notaðir sem
burðardýr.
Það er talið taka 20 ár að rækta
upp nýjan mangrove-skóg, en hætt
er við, að áður en því verði við
komið, hafi jarðvegurinn spillzt,
vegna þess að hann hefur misst af
skjóli trjánna.
I greininni er síðan lýst harm-
kvælum óbreyttra borgara, sem
orðið hafa fórnardýr þessara ný-
tízkulegu vopna, en það verður
ekki rakið hér.