Úrval - 01.02.1971, Side 22

Úrval - 01.02.1971, Side 22
20 ÚRVAL að ástæða eða skýring væri gefin. Maður einn sagði við mig: „Faðir minn var alltaf vanur að segja: „Við sjáum nú til.“ Brátt komst ég að því, að þetta þýddi sama og „nei“, en bara án þess að nokkur ástæða væri gefin fyrir neitun- inni.“ .... Foreldrar geta gætt þess að halda við ýmsum fjölskyldusiðum og venjum. Ýmislegt slíkt, sem virðist ekki svo mjög mikilvægt að dómi fullorðinna, getur verið geysi- lega mikilvægt í augum barnsins. Gönguferð í skóginum fyrsta vor- daginn, fjölskyldumáltíð á afmæl- isdegi einhvers . . . þetta hefur oft mikla þýðingu í augum barns eða unglings miklu lengur en við álít- um. Við höldum kannske, að hann eða hún láti sig slíkt engu skipta framar, en hið gagnstæða er oft staðreyndin. .... Foreldrar geta hugsað til eig- in bernsku og dvalið við eigin bernskuminningar. Við að minnast atburða, sem höfðu mikil áhrif á þá, geta foreldrar fundið vegvísa, sem geta hjálpað þeim til þess að móta framtíðarminningar eigin barna. .... Og foreldrar geta einnig með eigin verknaði og orðum fengið börnin til þess að skynja tilfinn- ingar og reynslu, sem á vegi þeirra verður. Við getum veitt þeim minningar, sem stuðla fremur að hugrekki en ótta. Við getum veitt þeim minningar, sem ala hjá þeim heilbrigða ævintýralöngun fremur en að stuðla að því, að þau dragi sig í hlé gagnvart nýju fólki og nýju umhverfi. Við getum veitt þeim minningar um mannlega hlýju og ástúð fremur en rígskorðaðan stirðleika eða tilfinningakulda. Við- horf þau og tilfinningar, sem ein- kenna alla afstöðu einstaklingsins til lífsins, eiga einmitt upptök sín í slíkum minningum. Þegar ég dvaldi suður á Pálmaströnd í Floridafylki í fyrravetur, ók ég vinkonu minni til sjúkrahúss eins nokkrum sinnum í viku, en þar fékk hún meðhöndlun. Ég ók henni þangað í Rolls-Royceinum hennar. Við sluppum alltaf út af sjúkrahúsinu aftur, áður en gjaldmælistiminn var útrunninn. En okkur brást bogalistin dag einn. Meðhöndlunin hafði tekið iengri tíma en venjulega, en, samt var gjaldmælirinn enn í fullum gangi, þegar við komum út. Og ihann sýndi að við áttum enn eftir ónotaðan talsverðan tíma. Það hafði verið stungið bréfmiða í aðra þurrkuna. Á honum stóðu þessi orð: „Ég íók eftir því að gjaldmælirinn var alveg kominn á núll. Afsakið, en ég endurnýjaði tímann með 10 centa peningi. Það er ekki hægt að láta lögregluna óprýða ósvikinn Rolls-Royce með sektarmiða, eða finnst yður það?“ Undir bréfinu stóð svo: Enskur heimilisþjónn, sem átti leið fram hjá. Harry F. Lyons
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.