Úrval - 01.02.1971, Side 30
28
ÚRVAL
þegar náð lengra en hann hafði
nokkru sinni væzt.“
Varaforsetinn hlær að þeirri
hugmynd, að hann hafi hug á að
verða forseti, jafnvel þótt hann
skipi þriðja sæti í skoðanakönnun-
um um „þann mann Bandaríkj-
anna, sem fólk dáir mest“, næst á
eftir forsetanum og Billy Graham.
En hann er orðinn eitt öflugasta
stjórnmálaafl landsins, einn þeirra
manna, sem mest er um rætt. Og
því verður augsýnilega að reikna
með honum í vangaveltum um
stjórnmálaþróun í náinni framtíð.
■6
Vinkona mín er gift lögfræðingi. Hann harf oft að tala svo ofboðs-
lega við störf sin á daginn, að ihann er oft mjög þegjandalegur, þegar
heim er komið. Kvöld eitt núnn nýlega, eftir að hann hafði átt óskap-
lega er.fiðan dag í réttarsalnum, spurði konan hans hann að einhverju
við kvöldverðarborðið. Þá sagði hann: „Viltu gjöra svo vel að endurorða
þessa spurningu, svo að ég geti svarað henni með höfuðhreyfingu einni
saman?“
Frú Fred Greenberg
Fyrrverandi kennslukona kom í bílaverzlun frænda mins um daginn
og leit þar á nokkra notaða bila. 1 stað þess að fá að aka þeim bilum,
sem hún hafði áhuga á, bað hún bara um startlykilinn, stakk hon-
um í og skrúfaði frá útvarpinu Svo ýtti hún á hnappana, sem völdiu út-
varpsstöðvarnar. Hún sá, að frændi minn fylgdist forviða með atferli
hennar og sagði þá þvi til skýringar: „Ég hef ekki mikið vit á bílum,
en ég læri mikið um þá af útvarpstækjunum, sem eru i þeim. Ef það er
stillt á stöð, sem leikur aðallega rokk- eða kúrekatónlist, geri ég ráð
fyrir því, að bilnum hafi verið ekið allfantalega. Ég kaupi því aðeins
bíla, sem í eru útvarpstæki, sem stillt eru á stöðvar, sem leika aðallega
sígilda eða ósköp rólega tónlist. Og í samfleytt 17 ár hef ég ekki enn
keypt köttinn í sekknum."
James Doorley
1 háskólablaði við Suður-Illinoisháskólann gat að líta eftirfarandi aug-
lýsir.gu: „Sæt, smávaxin, eldri kona vill komast í bréfasamband við 6
feta háan stúdent með brún augu, sem á upphafsstafina J.D.B.“
Og undir auglýsingunni stóð: Móðir hans.
Ég var á leið i tíima í háskóla einum í New Yorkborg, þegar ég heyrði
einn siðhærðan skólafélaga segja við félaga sinn, sem var ekki síður
hárprúður: „Þetta er prýðilegur staður til þess að mótmæla á, en ég
held, að ég mundi ekki kæra mig um að stunda nám hérna.“