Úrval - 01.02.1971, Page 32

Úrval - 01.02.1971, Page 32
30 farar úr hópi sjö annarra væntan- legra geimfara, sem allir höfðu gengizt undir sömu þjálfun fyrir hugsanlegar ferðir út í geiminn. Hann er eini geimfarinn af þessum sjö, sem enn stundar geimferðir. Þótt hann sé núna 47 ára gamall, er kraftur hans og leikni óskert. Starfið gerir miklar kröfur til hans, þess vegna verður hann oft að vera við þjálfun í 16 klukkustundir á sólarhring. Það er mörgum undrunarefni, hvers vegna Shepard vildi fara í þessa síðustu geimferð sína með Apollo 14. þann 31. jan. Hann þarf ekki meiri frægð, hann er ein af hetjum Bandaríkjanna. Hann hefur góða stöðu hjá Geimferðastofnun- inni við að þjálfa geimfara. Nokk- ur síðustu árin hefur hann þó ekki getað flogið, ekki einu sinni flug- vél, vegna smávegis lasleika. Auk þess hefur hann lagt allmikið fé í banka og arðvænlegar fjárfesting- ar, þess vegna gat hann horft með ánægju til framtíðarinnar og lifað góðu lífi, þegar hann næði miðjum aldri. Shepard lætur lítið uppi um ástæðuna fyrir því að vilja fara til tunglsins. ,,Ég er tæknimaður, véla- verkfræðingur með sérþekkingu á flugvélum," segir hann. „Geimferð- um verður að halda áfram. Þær eru í mínum verkahring.“ Það sem Shepard á við er, að hann fór í geimferðina vegna þess mikla tækifæris sem hann fékk, er honum var boðið að fara í hana. Ekkert gat hindrað hann í að fara, TJRVAL FIMMTI MAÐURINN ... þar sem hann hefur ekki farið í geimferð síðan 1961 sér til mikill- ar mæðu. Eftir að hann fór í fyrstu geim- ferðina, bjóst hann við að fara bráðlega í fleiri og til stóð, að hann færi með einu Gemini geim- faranna. En þá kom skyndilega babb í bátinn, sem gjörbreytti öllu lífi hans. í ljós kom að hann þjáð- ist af smávegis sjúkleika í eyra, og hann var látinn hætta við ferðina. ,,Ég fann stöku sinnum fyrir ör- litlum svima, sem rétt kom og fór,“ segir Shepard. Læknar Geimferða- stofnunarinnar komust að raun um, að hann þjáðist af frekar algeng- um sjúkleika, sem lýsir sér á þann hátt, að mikil vökvamyndun verður Seinna versnaði honum og þá hélt hann, að hann gæti ekki flogið framar. Þá bauðst honum ábyrgðarmikið starf við Geimferðastofnunina og það varð honum til mikillar hjálp- ar. Ákveðið var að fjölga geimför- unum og þess vegna þurfti að þjálfa þá og skipuleggja væntanlegar ferðir þeirra. Shepard varð for- stöðumaður fyrir stofnuninni, sem þjálfaði geimfarana, hann fylgdist með þjálfun þeirra og greiddi úr vandamálum sem upp komu. Hann varð mikilvægur maður og hafði hönd í bagga, þegar nýir geimfarar voru valdir. Shepard reyndist hinn hæfasti maður í þetta starf. Hann var lag- í innra eyranu. Hún veldur síðan skertri heyrn og stundum svimatil- finningu. Þetta er mjög alvarlegt fyrir flugmann. Læknarnir bönn- uðu honum að fara í fleiri geim- ferðir, og hann mátti aðeins fljúga venjulegum flugvélum, ef aðstoð- armaður var með honum. Þetta var mikið áfall fyrir Shep- ard, sem bæði var duglegur, kapps- fullur og hreykinn, og erfitt fyrir mann sem var frábær reynsluflug- maður og leikinn geimfari. Þetta áfall hlaut því að hafa varanleg áhrif á hann. Um þetta sagði hann: „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum, en huggaði mig þó við það, að mér mundi síðar batna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.