Úrval - 01.02.1971, Síða 42

Úrval - 01.02.1971, Síða 42
40 ÚRVAL jafnvel gengið svo langt í fullkomn- unaræði sínu, að hann hefur látið innkalla plötu, eftir að búið var að framleiða hana. Þar var um lagið „Raindrops" að ræða. Hann fann það á sér, „að byrjunin hafði verið of hröð“ og flaug því frá Lundún- um til New York í skyndi, gróf þar upp eldri upptöku, sem hann mundi, að honum hafði líkað vel, og „sam- einaði" hana „móðurplötunni". Bacharach kallar hljómplötuupp- tökuna „augnablik sannleikans“. ,,Mér finnst sem allt mitt líf standi eða falli með þessu augnabliki," segir hann. „Ef upptakan mistekst, er aðeins sjálfum mér um að kenna.“ Hann rekur sjálfan sig og hljóð- færaleikarana miskunnarlaust áfram. „Hann er sem óður,“ segir kontrabassaleikarinn Russ Savakus, „og álagið á okk.ur er gífurlegt, blóð, sviti og tár. Segja má, að við skiljum allir eftir hluta af holdi okkar við hverja upptöku." Hann kann að vera orðinn ánægður eftir 15 upptökur. „Stórkostlegt," hrópar hann þá brosandi. „Þetta gerir al- veg út af við mig. Við skulum taka það einu sinni enn.“ Og þá dynja við hlátrasköll, en jafnframt heyr- ist einnig baul. „Það er alveg yfirnáttúrlegt, hví- ] íkt dálæti hljóðfæraleikararnir hafa á honum,“ segir Dionne War- wick, sem hefur sungið flest þau 192 lög inn á plötu, sem þeir Bach- arach og David hafa gert í félagi ( en af þeim hafa selzt 12% milljón einslagsplötur). „Hann stendur með öllum og öllu, sem honum þykir vænt um, á hverju sem gengur.“ Tengslin milli Bacharach og for- eldra hans eru óvenjulega náin. Á síðustu hljómleikum í Westbury kynnti hann móður sína og gekk yfir til hennar og kyssti hana. Það var henni að þakka, að hann fór að læra á píanó. Það var heppilegt, því að hann reyndi sig líka á trumbuslætti. „Ég gat ekki verið í takt við lögin í útvarpinu," segir hann um þessi æskuár heima í For- est Hills í New Yorkfylki. Hann var minnsti strákurinn í gagnfræðaskól- anum þar. Síðar lagði hann stund á tónlist í þrjú ár við McGillháskól- ann í Montreal. Á sumrin fór hann til Tanglewood og Santa Barbara til þess að leggja stund á tónsmíð- ar hjá Dariusi Milhaud. Hann dreymdi um að semja sígilda tón- list. Hann var tvö ár í hernum. Og á þeim tíma fór áhugi hans að dofna. Þegar hann losnaði úr hern- um, gerðist hann undirleikari hjá ýmsum söngvurum, svo sem Vic Damone, Ames Brothers og Polly Bergen. Lögin, sem Ames Brothers söng voru svo léleg, að Bacharach freistaðist til þess að byrja að semja sjálfur. „Mér fannst þau vera svo einföld, að ég gæti lokið fjórum á dag. Ég vann að þessu á hverjum degi í tíu mánuði og fékk ekki eitt einasta lag útgefið.“ Því tók hann að sér alls konar aukastörf. Hann lék und- ir fyrir þau Georgiu Gibbs, Joei Grey og Steve Lawrence. Á árunum 1958—1961, löngu áður en hann varð frægur sem tónskáld, var hann und- irleikari hjá Marlene Dietrich. Og þá jókst einmitt frægð hennar að nýju stórum skrefum. Daginn, sem hann hitti hana fyrsta sinni, lék
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.