Úrval - 01.02.1971, Síða 55

Úrval - 01.02.1971, Síða 55
HVAÐ ER FJARSKYNJUN? 53 Hvaða kennd eða geðblær fylgdi honum? Hvaða hugsanir komu þá upp i huga þér? Komu fram þættir í draumunum, sem eru hrein fjar- stæða frá sjónarmiði persónulegrar reynslu þinnar? Þá er Malcolm beðinn um að geta sér til um, hvaða atburðir muni koma fyrir hann næsta dag. Að því loknu er honum leyft að sofna aftur, og vísindamennirnir taka að fylgjast með línuritanum á ný. Tvo draumatímabil komu aftur hjá Malcolm áður en hann vaknaði (kl. 10.30) og í bæði skiptin var hann vakinn og spurður sömu spurninga. Þegar hann var svo kominn á fætur, ræddi hann sér- staklega við vísindamennina um drauma sína. Þessar rannsóknir eru fyrstu at- huganir á forsjá — þeim hæfileika í vitundarlífi mannsins að vita fyr- irfram um óorðna atburði — sem framkvæmdar hafa verið í drauma- rannsóknarstofu Maimonides sjúkrahússins síðan hún tók til starfa fyrir sjö árum. Þó hefur ver- ið unnið að öðrum rannsóknum, þar sem um forsjá er sennilega að ræða. Allmargar vanfærar konur, sem sofa þó ekki í rannsóknarstof- unni, skrifa reglulega niður drauma sína áður en börn þeirra fæðast, og hafa reglulegt samband við vís- indamennina. í mörgum tilfellum sýna skýrslur kvenanna, að þær ,hefur dreymt fyrir óhöppum í sam- bandi við væntanlega barnsfæð- ingu, eins og til dæmis að fæðing- in yrði erfið, barnið vanskapað eða þá að það fæddist andvana. Og það undarlega gerðist, að atburðirnir, sem sumar konurnar hafði dreymt, áttu sér svo stað við fæðinguna. Geta vanfærar konur raunverulega sagt fyrir um erfiðleika, sem eiga eftir að koma fyrir þær við barns- burð eða að honum loknum? Eða hafa draumarnir aðeins í för með sér einhvers konar sefjun, sem síð- an veldur viðkomandi erfiðleikum? Enn er of snemmt að fullyrða nokk- uð um þetta, einkum vegna þess að það er algengt að konur dreymi um yfirvofandi erfiðleika í sam- bandi við barnsfæðingar á síðustu mánuðum meðgöngutímans. En rannsóknum er samt stöðugt hald- ið áfram. Við rannsóknir á fjarhrifum, sem framkvæmdar eru við draumarann- sóknarstofnunina, eru hins vegar notuð fræg málverk. Þetta er að- ferð, sem Dr. Montagúe Ullman, forstöðumaður geðdeildar Maimon- ides sjúkrahússins, hefur fundið upp. Sendandinn situr inni í lokuðu herbergi í einni álmu sjúkrahúss- ins og reynir að senda móttakand- anum hugmyndir sínar, serri í þetta skipti eru af frægu málverki. Mót- takandinn sefur í algjörlega hljóð- einangruðu herbergi í draumarann- sóknarstofnuninni. f annarri tegund tilrauna reynir móttakandinn, sem fallið hefur í djúpan dásvefn, þar sem hann var dáleiddur af læknun- um, að láta sig dreyma um mynd, sem er innan í lokuðu ógagnsæju umslagi, og liggur á armi stólsins, sem hann situr í. Þegar maðurinn vaknar úr dásvefninum eða hinum eðlilega svefni, segir hann draum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.