Úrval - 01.02.1971, Síða 55
HVAÐ ER FJARSKYNJUN?
53
Hvaða kennd eða geðblær fylgdi
honum? Hvaða hugsanir komu þá
upp i huga þér? Komu fram þættir
í draumunum, sem eru hrein fjar-
stæða frá sjónarmiði persónulegrar
reynslu þinnar?
Þá er Malcolm beðinn um að
geta sér til um, hvaða atburðir
muni koma fyrir hann næsta dag.
Að því loknu er honum leyft að
sofna aftur, og vísindamennirnir
taka að fylgjast með línuritanum á
ný.
Tvo draumatímabil komu aftur
hjá Malcolm áður en hann vaknaði
(kl. 10.30) og í bæði skiptin var
hann vakinn og spurður sömu
spurninga. Þegar hann var svo
kominn á fætur, ræddi hann sér-
staklega við vísindamennina um
drauma sína.
Þessar rannsóknir eru fyrstu at-
huganir á forsjá — þeim hæfileika
í vitundarlífi mannsins að vita fyr-
irfram um óorðna atburði — sem
framkvæmdar hafa verið í drauma-
rannsóknarstofu Maimonides
sjúkrahússins síðan hún tók til
starfa fyrir sjö árum. Þó hefur ver-
ið unnið að öðrum rannsóknum,
þar sem um forsjá er sennilega að
ræða. Allmargar vanfærar konur,
sem sofa þó ekki í rannsóknarstof-
unni, skrifa reglulega niður drauma
sína áður en börn þeirra fæðast, og
hafa reglulegt samband við vís-
indamennina. í mörgum tilfellum
sýna skýrslur kvenanna, að þær
,hefur dreymt fyrir óhöppum í sam-
bandi við væntanlega barnsfæð-
ingu, eins og til dæmis að fæðing-
in yrði erfið, barnið vanskapað eða
þá að það fæddist andvana. Og það
undarlega gerðist, að atburðirnir,
sem sumar konurnar hafði dreymt,
áttu sér svo stað við fæðinguna.
Geta vanfærar konur raunverulega
sagt fyrir um erfiðleika, sem eiga
eftir að koma fyrir þær við barns-
burð eða að honum loknum? Eða
hafa draumarnir aðeins í för með
sér einhvers konar sefjun, sem síð-
an veldur viðkomandi erfiðleikum?
Enn er of snemmt að fullyrða nokk-
uð um þetta, einkum vegna þess
að það er algengt að konur dreymi
um yfirvofandi erfiðleika í sam-
bandi við barnsfæðingar á síðustu
mánuðum meðgöngutímans. En
rannsóknum er samt stöðugt hald-
ið áfram.
Við rannsóknir á fjarhrifum, sem
framkvæmdar eru við draumarann-
sóknarstofnunina, eru hins vegar
notuð fræg málverk. Þetta er að-
ferð, sem Dr. Montagúe Ullman,
forstöðumaður geðdeildar Maimon-
ides sjúkrahússins, hefur fundið
upp.
Sendandinn situr inni í lokuðu
herbergi í einni álmu sjúkrahúss-
ins og reynir að senda móttakand-
anum hugmyndir sínar, serri í þetta
skipti eru af frægu málverki. Mót-
takandinn sefur í algjörlega hljóð-
einangruðu herbergi í draumarann-
sóknarstofnuninni. f annarri tegund
tilrauna reynir móttakandinn, sem
fallið hefur í djúpan dásvefn, þar
sem hann var dáleiddur af læknun-
um, að láta sig dreyma um mynd,
sem er innan í lokuðu ógagnsæju
umslagi, og liggur á armi stólsins,
sem hann situr í. Þegar maðurinn
vaknar úr dásvefninum eða hinum
eðlilega svefni, segir hann draum