Úrval - 01.02.1971, Page 67

Úrval - 01.02.1971, Page 67
6í> ÍNDÍÁNAR GRÁTA EKKI átti ég að segja? Ég fann, að það komu tár fram í augu mér, þegar ég horfði í augu henni. „Indíánar gráta ekki,“ sagði hún í umvöndunarrómi. Loks kom síðasti dagur dvalar- innar í tjaldbúðunum. Við tókum upp byrgin snemma morguns og tíndum saman allt okkar hafurtask og löbbuðum síðan að fánastönginni, þar sem halda skyldi fund ættflokk- anna. Það var 39.5 stiga hiti þennan dag. Við sátum í kringum risavax- inn tjaldbúðaeld að hætti Indíána. Skátaforingi, herra Mack að nafni, skrambi þrifalegur karl, var að halda ræðu: „Við munum öll halda heim með dýrmætar minningar um þessar ástkæru tjaldbúðir okkar . .“ Ég er nú reyndar ekki mikið gef- in fyrir ræður, svo að ég tók að hamast við að klóra mér undir brjóstahaldaranum og leit aftur og aftur á úrið til þess að vita, hvað tímanum liði. Klukkan fjögur átti langferðabíllinn að koma og flytja mig heim ... beint heim í baðher- bergið mitt með öllum innanhúss- þægindunum . . . beint í yndislegt, heitt bað. Smám saman gerði ég mér grein fyrir því, að fólk var nú tekið að gefa mér hornauga. Ég leit í kring- um mig. Telpurnar mínar brostu blítt til mín. Ég áleit, að ég yrði að taka mig á og taka betur eftir ræðu skátaforingjans. „ ... Þetta er í fyrsta skipti í sögu tjaldbúðanna, að sami flokkurinn hefur unnið öll þrjú verðlaunin. Verðlaun til handa „Bezta útlag- anum“ eru veitt Hlaupandi hind, henni Susie,’* Susie gekk nú inn í hringinn til þess að taka við verð- laununum með ljósa tíkarspenana standandi beint út í loftið. „Hlaup- andi hind bjargaði öllum tjaldbúð- unum með því að moka mold á eld, sem kom upp á salerni númer 3. Annars hefði allt brunnið hér til kaldra kola. Þakka þér fyrir það, hversu fljót þú varst að hugsa og taka ákvörðun, Hlaupandi hind. Dýraverndunarverðlaunin eru veitt Hvíta skýi, henni Julie, fyrir að hafa sýnt dýrum góðvild og farið vel með, þau.“ Hvíta ský gekk stolt inn í miðjan hringinn. „Hvíta ský fann nautssnák, sem var illilega særður. Hún hjúkraði honum og færði honum mat, þangað til hann hafði náð sér svo vel, að hann gat byrjað að veiða sér til matar.1 Herra Mack hélt áfram ræðu sinni: „Ég gekk um allar tjaldbúð- irnar á hverjum degi og skoðaði hinar snotru tjaldbúðir með snyrti- legu byrgjunum þar sem snyrtilega var gengið frá öllum útbúnaði og unnum sýningargripum komið fyr- ir á smekklegan hátt. Það var eins og hinar ýmsu tjaldbúðir væru klipptar út úr tímaritsauglýsingu, þ.e a.s. mér fannst það, þangað til ég rakst á einar sérstakar tjaldbúð- ir. Jæja, þá kemur það! hugsaði ég. „Þessar tjaldbúðir gátu aðeins státað af skökku byrgi, sem hékk aðeins uppi. Þar gat að líta ýmis skilti, svo sem „Sjáið snákaholuva .. kostar eina fenjajurt (æt jurt, er vex í mýrlendi). Á öðru skilti gat að ] íta: Gefið afgangsskordýr ykkar til hjálpar hungruðum nautssnák. Birgdirnar voru allar á tj;ái og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.