Úrval - 01.02.1971, Page 70

Úrval - 01.02.1971, Page 70
68 uss segir rómverska skáldið Rufius Festus Avienus frá för Himilkos í sagnakvæði, er nefnist Ora mari- tima. Frásögn hans er lengri og ít- arlegri en frásögn Pliniuss, en um leið svo þjóðsagnakennd, að fræði- mönnum vorra daga hefur veitzt örðugt viðfangs að greina kjarna hennar frá hisminu. Af báðum þessum heimildum virðist mega 1 ráða, að Himilko hafi sjálfur skrá- sett ferðasögu eða skýrslu um leið- angur sinn. Plinius getur hennar í skrá um heimildarrit sín, og Fest- us Avienus lætur sem hann fari eftir frumheimildum í kvæði sínu, en sennilegt telja fræðimenn vorra tíma samt, að hvorki hann né Pli- nius hafi lesið ferðasögu Himilkos, þótt ekki verði dregið í efa, að hún hafi til verið, og að þeim hafi báð- um verið kunnugt um hana. Álitið er, að Himilko þessi hafi verið sonur Hamilkars, hins fræga foringja Karthagomanna, er stjórn- aði innrás landa sinna á Sikiley 480 árum fyrir Krists burð. Herma sagnir, að innrásarfloti Hamilkars hafi ekkert smásmíði verið — þrjú þúsund skip og þrjú hundruð þús- undir liðsmanna. ítarlegri heimildir hafa geymzt um för Hannos en Himilkos, og greina þær meðal annars frá því, að sextíu skip hafi verið í leiðang- ursflota hans, og hafi fimm hundr- uð manna áhöfn verið á hverju skipi. Enda þótt trúa beri slíkum heimildum méð nokkurri varúð, benda þær ótvírætt til þess, að Hanno hafi verið vel búinn til far- ar að skipum og liði, og sennilegt má telja, að leiðangursfloti bróður ÚRVAL hans hafi verið álíka stór og lið- margur. Dr. Friðþjófur Nansen hefur fræðimanna mest unnið að rann- sókn fornheimilda um siglingar um Norðurhöf. Hann telur þær heim- ildir, sem geymzt hafa um för Himilkos, sanna, að leiðangur hans hafi komizt alla leið til Bretlands- eyja, en þó vart lengra í norður. Dr. Vilhjálmur Stefánsson er sömu skoðunar. Festus Avienus segir frá því, að Himilko hafi í för sinni komizt í kynni við eybúa nokkra, er ekki kunnu að trébyrða báta sina, en strengdu húðir á rengur þeirra og bönd í trésúðar stað. Kveður Himilko þá fara vítt um höf á slíkum fleytum. Einnig á Hi- milko að hafa sagt frá eylandi því hinu helga, sem Hiernar byggðu. Telur dr. Vilhjálmur ekki ósenni- legt, að sögn sú eigi við írland og Ira, og bendir á, að írskar sagnir hermi, að þeir hafi einmitt gert sér slíka farkosti og farið á þeim langar sjóferðir, eins og síðar verð- ur að vikið. Töldu írar húðbyrð- inga sína lengi vel betri skip en trébyrt, og enn þann dag í dag nota sjómenn þeir, er byggja Arraneyj- ar við írlandsströnd, litla húðbyrð- inga til fiskveiða á nærmiðum. Þá er að athuga sennilegar or- sakir þess, að Karthagomenn skyldu senda könnunarleiðangur norður í höf. Margt bendir til þess, að þá þeg- ar hafi Fönikumenn um langt skeið, ef til vill öldum saman, haft viðskiptasambönd við þjóðirnar, sem byggðu vesturstrandir Evrópu. Það sannar meðal annars, ýmsir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.