Úrval - 01.02.1971, Page 70
68
uss segir rómverska skáldið Rufius
Festus Avienus frá för Himilkos í
sagnakvæði, er nefnist Ora mari-
tima. Frásögn hans er lengri og ít-
arlegri en frásögn Pliniuss, en um
leið svo þjóðsagnakennd, að fræði-
mönnum vorra daga hefur veitzt
örðugt viðfangs að greina kjarna
hennar frá hisminu. Af báðum
þessum heimildum virðist mega
1 ráða, að Himilko hafi sjálfur skrá-
sett ferðasögu eða skýrslu um leið-
angur sinn. Plinius getur hennar í
skrá um heimildarrit sín, og Fest-
us Avienus lætur sem hann fari
eftir frumheimildum í kvæði sínu,
en sennilegt telja fræðimenn vorra
tíma samt, að hvorki hann né Pli-
nius hafi lesið ferðasögu Himilkos,
þótt ekki verði dregið í efa, að hún
hafi til verið, og að þeim hafi báð-
um verið kunnugt um hana.
Álitið er, að Himilko þessi hafi
verið sonur Hamilkars, hins fræga
foringja Karthagomanna, er stjórn-
aði innrás landa sinna á Sikiley 480
árum fyrir Krists burð. Herma
sagnir, að innrásarfloti Hamilkars
hafi ekkert smásmíði verið — þrjú
þúsund skip og þrjú hundruð þús-
undir liðsmanna.
ítarlegri heimildir hafa geymzt
um för Hannos en Himilkos, og
greina þær meðal annars frá því,
að sextíu skip hafi verið í leiðang-
ursflota hans, og hafi fimm hundr-
uð manna áhöfn verið á hverju
skipi. Enda þótt trúa beri slíkum
heimildum méð nokkurri varúð,
benda þær ótvírætt til þess, að
Hanno hafi verið vel búinn til far-
ar að skipum og liði, og sennilegt
má telja, að leiðangursfloti bróður
ÚRVAL
hans hafi verið álíka stór og lið-
margur.
Dr. Friðþjófur Nansen hefur
fræðimanna mest unnið að rann-
sókn fornheimilda um siglingar um
Norðurhöf. Hann telur þær heim-
ildir, sem geymzt hafa um för
Himilkos, sanna, að leiðangur hans
hafi komizt alla leið til Bretlands-
eyja, en þó vart lengra í norður.
Dr. Vilhjálmur Stefánsson er sömu
skoðunar. Festus Avienus segir frá
því, að Himilko hafi í för sinni
komizt í kynni við eybúa nokkra,
er ekki kunnu að trébyrða báta
sina, en strengdu húðir á rengur
þeirra og bönd í trésúðar stað.
Kveður Himilko þá fara vítt um
höf á slíkum fleytum. Einnig á Hi-
milko að hafa sagt frá eylandi því
hinu helga, sem Hiernar byggðu.
Telur dr. Vilhjálmur ekki ósenni-
legt, að sögn sú eigi við írland og
Ira, og bendir á, að írskar sagnir
hermi, að þeir hafi einmitt gert
sér slíka farkosti og farið á þeim
langar sjóferðir, eins og síðar verð-
ur að vikið. Töldu írar húðbyrð-
inga sína lengi vel betri skip en
trébyrt, og enn þann dag í dag nota
sjómenn þeir, er byggja Arraneyj-
ar við írlandsströnd, litla húðbyrð-
inga til fiskveiða á nærmiðum.
Þá er að athuga sennilegar or-
sakir þess, að Karthagomenn skyldu
senda könnunarleiðangur norður í
höf.
Margt bendir til þess, að þá þeg-
ar hafi Fönikumenn um langt
skeið, ef til vill öldum saman, haft
viðskiptasambönd við þjóðirnar,
sem byggðu vesturstrandir Evrópu.
Það sannar meðal annars, ýmsir