Úrval - 01.02.1971, Síða 89
87
EFTIR JACQUELINE AURIOL
ifá ið vorum að fljúga í
-)}(- sólskininu. Ég fann
íií gullna sólargeislana
smjúga í gegnum
málmskrokk flugvélar-
^ innar, smjúga í gegn-
um sjálfa mig. í lítilli flugvél sem
þeirri, sem við vorum í, gagntekur
mann furðuleg frelsis- og léttleika-
kennd. Mér fannst sem ég svifi í
draumi. Ég fann ekki til hins
minnsta kvíða né hins óljósasta
fyrirboða um aðsteðjandi hættu.
Við vorum fjögur í vélinni. Eg
sat við hliðina á flugmanninum,
sem stjórnaði vélinni. í aftursætinu
sátu tveir menn, fulltrúi frá flug-
vélaverksmiðjunni og Raymond
Guillaume, flugkennari og jafn-
framt einn af beztu listflugmönn-
um veraldarinnar.
„Hefðuð þér kannske áhuga á að
koma með okkur?“ hafði Guillaume
spurt mig. Þeir ætluðu að prófa
litla sjóflugvél. Ætluðu þeir að
leggja af stað frá flugstöðinni í
Toussus-le-Noble við Signu fyrir
sunnan París og fljúga í norður.
Skyldi lent nokkrum sinnum í Les
Mureaux við Signu.
Mér datt auðvitað sem snöggvast
í hug, að nærvera mín í flugvélinni
gæti verið góð auglýsing fyrir flug-
vélaframleiðandann, því að Vincent
Auriol, tengdafaðir minn, var þá
forseti Frakklands. En ég tók samt
tækifæri þessu fegins hendi. Ég
hafði fyrst reynt flugstjórn tveim
árum áður og hafði þegar flogið
464 flugtíma. Nú hefði ég gert
næstum hvað sem var til þess að
fá tækifæri til að fljúga í nýrri
flugvél.
Við flugum yfir Saint-Germain-
en-Laye-skóginn og innan skamms
vorum við komin yfir Signu. Flug-
maðurinn fór að lækka flugið og
búa sig undir lendingu. Brátt vor-
um við komin alveg niður undir
yfirborð fljótsins. Niður undan
okkur veifaði syndandi fólk til
okkar, og hvít segl litlu bátanna
bærðust yfir grágrænum vatnsflet-
inum.
Til vinstri gat ég nú greint flug-
stöðina í Les Mureaux, flugskýlin
á árbakkanum og vélbát, sem bund-
inn var við bryggju. En ég varð
hissa, er ég tók eftir því, að vind-
V
*
*
vk-uSiSK-