Úrval - 01.02.1971, Side 90

Úrval - 01.02.1971, Side 90
88 ÚRVAL áttarveifan hjá flugstöðinni vísaði frá mér. „Það er shrýtið,“ hugsaði ég. „Ætlar hann að lenda undan vindi?“ Flugmaðurinn lækkaði stöðugt flugið. Við gátum næstum heilsað fólkinu í bátunum með handa- bandi. Síðan breyttust vinalæti þeirra, og það mátti nú sjá, að það varð mjög óttaslegið, líkt og það væri að reyna að verja sig fyrir ásókn risavaxinnar flugu. Og skyndilega fann ég mik- inn skell eða í rauninni tvo skelli hvorn á eftir öðrum, fyrst, er flug- vélin skall á vatninu og brotnaði með ofboðslegum hávaða, síðan, er höfuð mitt skall óskaplega hart á eitthvað. Allur líkami minn kast- aðist í áttina að mælaborðinu, og enni mitt, nef og haka skullu beint á það. Til allrar hamingju var ég alger- lega dösuð og fann því ekki til • sársauka. Ég fann ekki heldur til neins ótta. Ég gerði mér aðeins grein fyrir því, að á næsta augna- bliki var ég að busla í ánni. Það var sjálfsbjargarhvötin ein, sem hélt i mér lífinu. Loks skynjaði ég óljóst, að einhver lagði handlegg utan um axlir mér. Það var Guill- aume. Það var ekki fyrr en þá, að ég skynjaði eitthvað á fullkomlega eðlilegan hátt. Guillaume hélt mér nú á floti, og því rétti ég aðra höndina upp að munninum og þreifaði fyrir mér. Hann var sem mjúk kvoða. Ég hafði misst flestar tennurnar. Ég velti því fyrir mér, hvað fleira hefði ef til vill brotnað. Ég snerti andlit mitt. Ég tók um það með báðum höndunum og hreyfði það til hliðar, þ. e. a. s. þann hluta þess, sem er venjulega fasttengdur enninu. Allt niðurand- lit mitt var nú hreyfanlegt. Ég gat hreyft það til hægri eða vinstri að vild. Þetta hafði furðuleg áhrif á mig. Enn þann dag í dag þarf ég aðeins að loka augunum til þess að endurlifa þennan atburð. Þá er ég aftur komin í Signu og er að rann- saka brotið og afskræmt andlit mitt. Miklu síðar komst ég að því, að öll tengsl milli andlitsins sjálfs og höfuðkúpunnar höfðu brotnað og rofnað, þ. e. tengsl kjálka, kinn- beina og augnatófta. Það var ekki um neinn bakvegg að ræða í augnatóftunum lengur. Þær voru opnar alveg inn úr. Augun höfðu ýtzt inn. Ég hafði ekki neitt nef lengur. Ég hafði einnig fengið höf- uðkúpubrot á þrem stöðum. Þar að auki hafði ég brotið bæði viðbein- in, nokkur rifbein, annan hand- legginn og annan fótlegginn. Rifbeinin, handleggurinn og rifn- ir vöðvarnir skiptu mig engu máli á þessu augnabliki. Á einu augna- bliki skynjaði ég, að „laglegasta konan í París“, eins og dagblöðin höfðu kallað mig, var orðin af- skræmd. Ég rak upp hryllingsóp. Mér gafst enginn tími til þess að hugsa lengur um þetta. Flugvélin var að sökkva, en bát hafði verið ýtt frá landi. Og ég var dregin upp í hann ásamt félögum mínum þrem, sem höfðu ekki meiðzt alvarlega. Skömmu siðar var ég á leið til Par- ísar í sjúkrabifreið. Ég rambaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.