Úrval - 01.02.1971, Síða 114
Að fiska
á öðrum
fæti
Margar dagleiðir hef ég
skakklappast yfir fjöll og
firnindi, kletta og klungur ng
vaðið straumþungar dr í
vondum veðrum sem góðum,
með stafinn í annarri hendi,
en stöngina í hinni.
EFTIR
STEFÁN JÓNSSON
FRÉTTAMANN
*
*
*
•**«atlaðir
geta stundað
ýmiss konar sport sér
^ til yndisauka. Um það
veit ég mörg dæmi.
Hins vegar er æskilegt
að þeir velji sér sport vlð hæfi, og
þó umfram allt að þeir leggi ekki á
sig aðra sportmennsku en þá, sem
þeir hafa gaman af. Engum er ráð-
legt, hvorki heilum né höltum að
stunda neitt sport, sportsins vegna.
Slíkt sport getur orðið mönnum til
mikils ama. Um það gæti ég einn'g
nefnt dæmi.
Einu sinní las ég grein í Reader’s
Digest, skrifaða af amerískum eld-
huga um málefni fatlaðra. Hann
hélt því fram, að viljaþrek og hug-
rekki gerðu fötluðu fólki kleift að
vinna afrek, sem það kysi sér, hvort
heldur á sviði líkama eða anda.
Sízt skyldi ég lasta þessar tvær
112
— Sjálfsbjörg —
dyggðir, en samt hygg ég að greinar-
höfundur taki nokkuð djúpt í árinni.
Eg gæti að minnsta kosti tilgreint
nokkrar sportgreinar, sem ég teldi
óráðlegt fyrir lamað fólk að leggja
stund á.
Sjálfur gerði ég stangarve'ði að
ævisporti mínu. Ég hef fiskað frá
því ég man fyrst eftir mér og þótt
gaman að því. — Stangarveiði byrj-
aði ég ekki, fyrr en eftir að ég
missti hægri fótinn. Fyrstu tilsögn
í íþróttinni hlaut ég hjá Tryggva
Einarssyni í Miðdal, og engan mann
113