Úrval - 01.02.1971, Page 117
AÐ FISKA Á ÖÐRUM FÆTI
115
Síðasta skiptið, sem ég öfundaði
mann af vazli, var austur við Ölf-
usárósa fyrir 15 árum. Það var á
háfjörunni, að ég sá hvar maður óð
þvert á álana á sandinum fjrrir neð-
an Hraun, og stefndi á Eyrarbakka
með stöng sína og veiðitösku. —
Þarna fer maður, sem þekkir ána
og hefur burðina til að komast á
beztu veiðistaðina, — hugsaði ég.
En svo kom annar veiðigarpur
hlaupandi og spurði, hvort ég hefði
séð fullan mann. Ég kvað svo ekki
vera, en benti honum á hinn vaska
veiðimann, sem nú var kominn út í
miðja á. Komumaður rak upp óp,
sparkaði af sér stígvélunum og þaut
af stað á eftir vaðmanninum. Þá var
byrjað að falla að, og flóðið kemur
með válega skjótum svip í Ölfusár-
ásum.
Björgunarmaðurinn náði félaga
sínum úti í miðri á og varð að rota
hann, til þess að fá hann til að
hætta vazlinu. Svo dró hann veiði-
félaga sinn upp á úlpukraganum
áleiðis til lands. Þegar hann kom að
dýpsta álnum, var sá ekki væður
lengur, og tólf manns tókust í hend-
ur og mynduðu keðju, til þess að
bjarga þeim til. lands.
Síðan hef ég ekki fundið til