Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
SKÖGARHIND
Langt inn í skóginn leitar ihindin særð
og leynist har, sem enginn hjörtur býr,
en yfir hana færist fró og værð.
Svo fjarar lífið út.
Ó, kviku dýr,
reikið þið ihægt, er rökkva tekur að
og rjúfið ekki heilög skógarvé,
því lítil hind, sem fann sér felustað
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
mun bleikur mosinn engum segja neitt.
En þú, sem veizt og þekkir allra mein,
og þú, sem gefur öllum lausan taum,
lát fölnað laufið falla af hverri grein
og fela þennan hvíta skógardraum.
Er fuglar hefja flug og morgunsöng
og fagna því, að Ijómar dagur nýr,
þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr
að uppsprettunnar silfurtæru lind —
ÖH, nema þessi eina, hvlta ihind.
Davíö Stefánsson frá Fagraskógi.
V____________________________________________/
unni, að ofbeldisverk séu
framin. Hins vegar er rök-
semdin fyrir þeim naktari
og blygðunarlausari en
menn hafa átt að venjast,
og hlýtur að vekja óhug.
Margt ungt fólk lýsir blá-
kalt yfir algerri ótrú sinni
á lýðrœðislegu stjórnar-
skipulagi og trúir á vald-
beitingu til aö fullnœgja
því, sem þaö telur réttlátt
og sanngjarnt. í hugsunar-
hœtti af þessu tagi felast
ofstækisfullir fordómar,
sem minna á myrkustu
tímabil mannkynssögunn-
ár.' Það hlýtur að valda
hugsandi mönnum miklum
vonbrigðum, hve litlu auk-
in menntun í heiminum
virðist œtla að fá áorkað.
Menntafólk í velferðarríkj-
um er ekki spor ánægðara
eða rólegra en hinn fá-
kunnandi fjöldi vanþró-
aðra landa.
MARGAR FLEIRI fróð-
legar greinar er að finna í
þessu hefti, svo greinina
um Lindbergh, sem berst
nú af alefli fyrir náttúru-
vernd; hákarlinn, hið glæsi-
lega villidýr hafsins; hið
heilaga fljót Indlands,
Ganges — og svo mœtti
lengi telja.