Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 5
4Í ÖRFÁUM ORÐUM^
• Þeir dagar hafa komið yfir ísland, að við áttum bók-
staflega ekkert að nœrast á, hvorki til sálar né. líkama,
annað en fornar hetjusögur. Það er ekki ónýtt, þegar mað-
ur cr að sálast af kúgun, harðrétti og eymd, að muna eftir
því, að í eðlinu er maður Gunnar á Hlíðarenda, sem getur
hiaupið hœð sína aftur á bak og áfram í öllum herklæðum.
Halldór Laxness.
• Krítik þarf ekki að vera sama sem aðfinnslur, er sízt
af öllu skammir, — er í eðli sínu skilningur og skýring.
Sigurður Nordal.
• Sumir menn þurfa meðmæli, en aðrir ekki. Ég er
meðal þeirra síðar töldu. Einar Benediktsson.
r-^
• Sumir halda, að hœgt sé að finna án þess að leita.
Aðrir halda, að hœgt sé að leita án þess að finna. Leit og
fundur er orsök og afleiðing. En til þess að finna það
mesta, verður að fórna öllu, líka voninni um árangur.
Jón Thoroddsen.
• Dyggð er ekki fólgin í því að fofðast hið illa, heldur
girnast það ekki. Bernhard Shaw.
• Heimurinn er fögur bók, en gagnslítil þeim, sem
ekki kann að lesa hana. Goldoni.
• Málfrœðin er rökfrœði tungunnar, á sama hátt og
rökfræðin er málfræði skynseminnar. Trench.