Úrval - 01.11.1971, Side 8
6
ÚRVAL
En hvað fólk
er gleymið
Það er sagt að til séu
25.000 aðferðir til að
græða peninga. James
Barnos stundar merki-
lega atvinnugrein. Hann
lifir á fundarlaunum. Á
hverjum degi gengur
hann fram og aftur um
götur Lundúnaborgar,
gegnum skemmtigarða
og j árnbrautarstöðvar,
þar sem hann finnur
mikið af týndum mun-
um. Eins og heiðarlegur
finnandi skilar hann
hlutunum til lögregl-
unnar. Ef eigandinn
gefur sig fram, fær
James tilskilin fundar-
laun, en ef enginn sæk-
ir hlutinn innan ákveð-
ins tíma, fær hann það
sem inn kemur fyrir
draslið á uppboði.
Það eru alveg ótrú-
legustu hlutir sem
gleymið fólk skilur eft-
ir sig.
Á lista yfir fundna
hluti í New York 1963
er meðal annars: Hjú-
skaparvottorð, lifandi
eiturslanga, api, inn-
brotsverkfæri, gervi-
fætur og gevihendur,
fimm kínverskar mál-
fræðibækur og barna-
vagn.
Móðir nokkur gleymdi
barninu sínu á járn-
brautarstöð. en mundi
svo „strax“ eftir því að
hálftíma liðnum.
Skrifstofan „Tapað-
fundið“ í París fékk á
síðastliðnu ári 33.000
regnhlífar. En af öllum
stórborgum á London
metið. Þar fundust á ár-
inu 1963, 636 hlutir að
meðaltali á dag, þar af
voru 271 regnhlíf, sam-
tals eru þetta 98.961
hlutur á ári.
Amerískir hótelgestir
í Frakklandi gleyma
oftast náttfötunum sín-
um, þegar þeir yfirgefa
hótelin, — en þetta kom
í ljós við rannsókn, sem
gerð var á gleymsku
Ameríkana þar í landi.
Karlmenn eru miklu
gleymnari en konur.
Mestu er gleymt af hvít-
um fötum, svo koma
svört, en brúnum fatn-
aði er sjaldnast gleymt.
Algengast er, að gest-
irnir gleymi ýmsum
hlutum á hótelunum, ef
þeir fara þaðan strax
eftir morgunmat. Þegar
þjónustufólk tekur til,
finnur það mjög oft