Úrval - 01.11.1971, Side 22

Úrval - 01.11.1971, Side 22
20 ÚRVAL sem voru bezt til þess fallnir að halda við voninni: „Ef Guð er með okkur, hver getur þá verið á móti okkur?“ hafði hann yfir aftur og aftur, og hann svæfði sjálfa sig með því að raula sálminn, „Öll mín trú beinist að þér“. Annað markmið hans var að vinna gæzlumenn sína á sitt band. Og óvænt tækifæri gafst dag einn, þegar vatnspípa sprakk, og vatnið flæddi út um allt fylgsnið. Og þeg- ar skæruliðarnir horfðu á vatnselg- inn, alveg hjálparvana, stöðvaði sá gráhærði vísindamaður lekann — enda hafði hann verið fúskari í pípulögnum í gamla daga, heima í Texas og Oklahoma, þar sem hann ólst upp. Tupamaros skæruliðarnir virtust ekki alveg geta meðtekið að „Ljóti Ameríkaninn“ gæti fengið af sér að ata hendur sínar skít við venjuleg störf. PRÓF FYRIR ÞANN KRISTNA Hann rauf skarð í fjandskaps- vegginn, sem Tupamaros höfðu myndað gegn honum með góðsemi. Smátt og smátt fengu þeir aukinn áhuga á honum og virðing þeirra fyrir honum óx. „Mig langar aðeins að vita, hvers vegna ég er hafður hér,“ sagði Fly við unga verði sína, klædda verka- mannafötum, „hvert er markmið hreyfingar ykkar og hver vonist þið eftir að uppskera ykkar verði?“ Hann spurði þá í fullri einlægni, og dag einn var enskumælandi skæru- liði sendur til hans að útskýra fyrir honum stöðu þeirra: „Aðeins 2500 manns, eða þar um, stjórna öllum viðskiptum og eignum í Uruguay. Þetta fólk er líka alls ráðandi um stjórn landsins og ríkir með ofbeldi. Við verðum að velta úr sessi þessu veldi hinna fáu, og koma á fót sósíalísku samfélagi. Við verðum að rjúfa eignarétt auðhringa á öllu landi okkar og þjóðnýta eignir út- lendinga í landinu.“ Fly spurði þá fangaverði sína: „Hvers vegna reynið þið ekki að leita eftir endurbótum með krafti atkvæðaréttarins, en án þess að beita ofbeldi?“ „Óframkvæmanlegt," sögðu þeir við hann, „við höfum reynt til þrautar allar friðsamlegar leiðir, og núna er ekki um annað að ræða en að velta stjórninni úr sessi.“ Hann bað þá að færa sönnur á réttmæti þess sem þeir héldu fram. Og brátt voru skæruliðarnir farnir að bera Fly alls konar bækur og blöð að lesa. Flest af því sem þeir komu með, segir hann hafa verið hráan áróður byltingarmanna, en samt sem áður varð Fly fróðari eft- ir um efnahagsstöðu landa róm- önsku-Ameríku, og hinn gífurlega mun sem er á stöðu ríkra og fá- tækra. Og á meðan Fly menntaði sjálfan sig, þá fengu Tupamaros aukið álit á þessum vingjarnlega, skilnings- ríka, og námfúsa Ameríkana. Dag einn sagði foringi úr hópnum í gamni við Fly: „Ef við sigrum i byltingunni okkar, þá kann svo að fara að við höfum verk handa þér að vinna — þú myndir breiða út upplýsingar um uppbyggingu okk- ar!“ Og nú voru verðirnir farnir að veita Fly aukið frelsi. Þeir voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.