Úrval - 01.11.1971, Page 41
HÁKARLINN — HIÐ GLÆSILEGA VILLIDÝR .. .
39
hákarli. Svo til allar tegundir há-
karla, hvort sem eru þeir allra
minnstu eða þeir stærri, geta verið
lifshættulegir. Um það bil 400 mill-
jón árum eftir að fyrstu hákarlarn-
ir fóru að synda um á þessum hnetti,
er engin aðferð til handa mannin-
um til að verjast þessum hákarli,
engin aðferð eða tæki sem maður-
inn getur auðveldlega flutt með sér.
Jafnvel minnstu hákarlar, um
tveggja feta langir, eiga í fullu tré
við manninn.
Hákarlinn er drápsvél. Og við
höfum oft orðið vitni að því — set-
ið þá öruggir í stálbirgi eða köfun-
arkúlu úr áli, og virt fyrir okkur
hákarl í minna en hálfsmetra fjar-
lægð. Og það er hroðalegt að sjá
hvernig hann bítur fórnardýr sitt.
Kjálkar hans eru staðsettir langt
aftan við trjónu hans en það fyrir-
komulag hindrar hann ekkert við
að bíta beint á kaf í kjötið. Þegar
hann glennir upp kjaftinn, þrýstir
hann neðri kjálkanum fram á við
en trjónan hins vegar dregin aftur
á við og upp, allt þar til hún mynd-
ar næstum rétt horn við líkama
hans. Þegar því marki er náð, er
munnurinn ekki lengur neðst á
höfðinu, heldur er hann nú stað-
settur fremst á hausnum. Og kjaft-
urinn minnir helzt á stóra úlfa-
gildru, búna fjöldanum öllum af
hárbeittum hnífum. Og hákarlinn
sekkur þessum hnífum sínum eða
tönnum í skrokkinn á fórnardýri
sínu og notar svo þunga eigin
skrokks og rykkir tryllingslega,
ofsalega og mjög skyndilega, þann-
ig að hann notar kjálka sína eins og
sög. Áhrif þessarar aðferðar eru
vitanlega þau, að hákarlinn er ekki
andartak að svipta stórum kjöt-
stykkjum af fórnardýrinu. Þegar
hann svo syndir frá, skilur hann
eftir djúpt gat eða holu í hold
skepnunnar, og er viðurstyggilegt
að sjá þá útreið.
VEIÐIHUNDAR HAFSINS
Eitt af þeim fyrirbærum náttúr-
unnar, sem enn eru óþekkt, þótt oft
hafi menn velt því fyrirbæri fyrir
sér, er tjáningarháttur dýranna.
Sjávarskepnur hafa allar það sam-
eiginlegt að geta ferðazt um án þess
að gefa frá sér hljóð. Samt eru þær
færar um að sjá fyrir hljóðlausar
árásir annarra ættbræðra sinna.
Þetta mun stafa af því, að þegar
skepnan berst um vatnið, hrindir
hún frá sér öldu, öldu, sem er sam-
bærileg við þá er bílar eða annað
gerir í loftið er þeir þjóta hjá. Næm
taug sem komið er fyrir í húðfell-
ingu á hvorri hlið hákarlsins, frá
auga og aftur í sporð, er sérstaklega
hæf til að verða vör við þef, þefa
uppi slíka ölduhreyfingu og stað-
setja hana. Ég hef séð hákarl birt-
ast skyndilega, kringum mann einn.
Þeir höfðu orðið varir við það, þeg-
ar hendur hans stungust í vatnið
hálfri sekúndu áður.
Það er kannski erfitt að gera sér
í hugarlund að þefur geti borist í
vatni, að hægt sé að greina lykt
neðansjávar. Hákarlar geta þó
runnið á lykt, þótt hún komi upp í
margra mílna fjarlægð frá þeim, og
þegar þeir elta þef, þá birtast þeir
nákvæmlega þar sem hann er upp-
runninn.
Veiðimaður, sem skutlar fisk