Úrval - 01.11.1971, Síða 44

Úrval - 01.11.1971, Síða 44
42 ÚRVAL eins og leikbrúða, og það er einhver annar kraftur sem togar í strengi hans, en sá kraftur sem togar í mína strengi. Hann er eins og af öðrum hnetti. Og raunar er hákarl- inn úr öðrum tíma, því að hann hefur lítið þróazt, ekkert breytzt síðan líf hans hófst á jörðinni. Hann á auðvelt með að lifa sínu lífi, samt veit maður aldrei hvað hann ætlar sér næst. Við vitum ekki hvort hákarlar flakka af einu svæðinu til annars, en það hefur verið álitið, að meiri- hluti hákarla syndi hvíldarlaust, þindarlaust dag og nótt. Og það eru tvær ástæður færðar fyrir þessu. Hákarlar hafa ekki sundmaga ( líf- færi sem gerir það að verkum að fiskar geta haldið sér kyrrum á mismunandi dýpi). Ef hákarlinn hættir að synda, þá mun hann þess vegna sökkva. Einnig eru flestar tegundir hákarla án tálkna, eða líf- færa sem halda vatninu á hreyf- ingu um tálknin, þannig að skepn- an fái jafnan hreint súrefni í blóð- ið. Þess vegna grundvallast ,,öndun“ flestra hákarla á stöðugri hreyfingu vatnsins. Af athugunum okkar virðist, að Rauða-hafs hákarlinn — að minnsta kosti hluta ársins — eigi skilið að fá hér sérstakan kafla. Á hverjum degi, er við köfuðum á sama stað, þá sáum við sömu hákarlana, þekkt- um þá oftast af örunum. Þótt há- karlinn sé ríkjandi tegund á ein- hverju svæði, merkir það ekki að hann hreki öll önnur dýr af því. Honum nægir að vita að hann ræð- ur þar öllu. Stór hákarl leyfir öðr- um að koma inn á svæði sitt, með þeim skilyrðum að þeir éti aðeins þegar hann er nærri, og þá fá þeir ekkert annað en það sem hann skil- ur eftir af bráð sinni, hefur ekki lyst á, eða þá að bráð hans er svo stórvaxin að honum nægir að éta einum af annarri hlið hennar, þá getur hann ekki ævinlega hrakið ,,sníkjuhákarlana“ af hinni hlið bráðarinnar. Ef þessi lög eru ekki í heiðri höfð, verður allsherjar stríð. Hungraður hákarl bítur í hvað sem fyrir er, hvort sem um er að ræða viðarbol, skrúfu á utanborðs- mótor eða annan hákarl. Aðeins pest sem leggur af dauðum hákarli, fæl- ir aðra hákarla frá, eftir því sem til- raunir sýna, en matarlyst þeirra er fljótlega fullnægt (aðalfæða fisk- ur), og komist þeir í svo mikið æti, að þeir geti étið svo lengi og svo mikið sem þá lystir, geta þeir verið matarlausir vikum saman. Þeir virð- ast hafa þannig meltingu, að þeir melta aðeins hluta af innihaldi mag- ans í einu, en það sem eftir er, bíð- ur síns tíma — er eins konar vara- forði. Bezta vörn kafara, er sú að synda hægt og hljóðlega, og forðast allar skyndilegar stefnubreytingar. Hann má ekki láta skelfingu ná tökum á sér ef hákarl tekur stefnu á hann, heldur horfast í augu við hann, fullkomlega rólegur, en nota hvers konar áhöld, svo sem spjót, byssu eða kvikmyndavél til að halda há- karlinum frá sér, forðast með því að hann komi of nálægt. Hvað það er sem orsakar hinar óttalegu árásir hans — annað en blóðlyktin — vit- um við ekki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.