Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
íðdegis, laugardaginn 5.
>ii september voru þeir
allt í einu komnir upp
, fyrir öll ský. Ungu
Austurrikismennirnir
tveir, sem voru nýlega
komnir upp á tind Kenya-fjalls,
hærra en hæsti tindur Alpanna, og
þeir horfðu nú niður og út yfir
grænt landið, þrem mílum neðan
við þá og þeir hrifuzt mjög í mik-
ilfengleik þessa andartaks.
Báðir voru þeir læknar. Gerd
Judmaier, 29 ára, sem stundaði nám
í sjúkdómsgreiningu við Innsbruck
Háskóla spítalans og Oswald Oelz,
27 ára sem stundaði læknisfræði-
störf í Zurich.
Þeir höfðu stundað fjallaklifur
saman undangengin fjögur ár, en
aldrei áður klifið svo mikilfenglegt
fjall, sem Kenya, aldrei áður staðið
á höfði þvílíks konungs kyrrðar og
dýrleika, sem Kenya er, þar sem
fjallið rís hátt upp úr grænum
frumskógi Austur-Afríku. Árlega
klífa menn Kenya-fjall, en fjöldi
þeirra sem það gerir er ekki meiri
en svo, að þá er hægt að telja á
fingrum annarrar handar, sem kom-
ast upp á Batian-tind sem er hæst-
ur, 17.058 feta hár, en Batian er sá
tindanna tveggja, sem teygir sig
ögn hærra. Daginn áður en þann er
nú ræðir, hafði flokkur fjögurra
Zambíumanna og tveggja Amerí-
kana, snúið við frá Batian-tindi
vegna snjóstorms. Flokkurinn hvíld-
ist nú í skýli 2500 fetum neðar.
Þar, efst uppi á Batian, tóku
Austurríkismennirnir tveir fáeinar
ljósmyndir og klukkan um tvö það
Eldraun
s
a
Kenya-
fjalli
EFTIR
LAWRENCE
ELLIOTT
Átta claga og sjö nætur lá
særður fjallgöngu-
maðurinn hjálparvana,
á meðan flakkar
björgunarmanna frá tiu
löndum börðust við
að komast lil að bjarga
honum.