Úrval - 01.11.1971, Page 50
48
ÚRVAL
og biðja þá að hraða björgunar-
starfinu sem mest þeir mættu. En
tækið sendi ekki -— eitthvað var að
því og þeir náðu engu sambandi!
Þeir settust niður að bíða eftir
þeim með börurnar. Snemma morg-
uninn eftir kom þyrla, sem 38 ára
Ameríkani, Jim Hastings að nafni
flaug, og lenti við Kami með plasma
meðferðis, glúkósu og annað nauð-
synlegt til læknisaðgerðar. Flokkur
klifurgarpa lagði þegar upp með
þetta, en Hastings fór aftur að sækja
reipi, sem nauðsyn bar til að fá.
Rétt eftir nón, tókst Englendingi
einum, John Temple að nafni, að
koma sjúkrabörunum upp fyrir
sillubrúnina. Hann leit lauslega á
fölbleikt andlit Judmaiers, og sagði:
„Bezt fyrir okkur að leggja strax
af stað niður. Ég skal bera hann.“
Oelz gaf Judmaier aðra morfín-
sprautu, reyrði svo brotna legginn
þannig að hann gæti ekki hreyft
hann. Notaði hann myndavélar þrí-
fót fyrir spelkur. Síðan komu þeir
Borussio Judmaier fyrir í börunum
og lyftu þeim svo upp á bak Templ-
es. En óþolandi kvalir komu þá allt
í einu yfir særða manninn, og Oelz
æpti: „Setjum hann niður, hann er
að deyja!“ Hefði ekki í þann mund
borið að mennina með glúkósuna og
plasmað, þá hefði Judmaier dáið þar
í höndum björgunarmannanna.
Morguninn eftir, miðvikudag,
heyrðust ákafir slættir og vél-
arhljóð frá þyrlunni, sem stefndi