Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 51
ELDRAUN Á KENYAFJALLI
49
nú til búðanna við Kami. Vonar-
neisti kviknaði í sérhverju andliti,
því að þyrlan hafði meðferðis reipi,
sem mikið þörf var á að fá til björg-
unarstarfsins. Mennirnir vissu að
þyrlan var ekki nægilega kraftmik-
il til að lyfta Judmaier af sillu í
17.000 feta hæð, en þeir gerðu sér
vonir um að reipin og annar bún-
aður gerði þeim kleift að flytja
Judmaier til Kami, og þar gæti
þyrlan náð honum. En er þeir biðu
eftir þyrlunni, hlustuðu á hljóðið
frá henni, heyrðist hræðilegt brot-
hljóð. Er Hastings var að snúa til
þyrlunni til að lenda henni, skall
vindkviða á þyrluna, og þeytti henni
utan í hamravegginn. Hastins lézt
samstundis. Judmaier, taugaspennt-
ur, hjartveikur og deyjandi, gróf
andlit sitt niður í svefnpokann.
GEGN ÖLLUM LÍKUM
Meðan svo fór fram þar á fjall-
inu, var faðir þess særða, Fritz Jud-
maier, prófessor á leiðinni frá Aust-
urríki, en hafði áður en hann fór,
gert björgunarsveit heima fyrir við-
vart um, að hennar kynni að verða
þörf í Afríku. Judmaier eldri frétti,
hvernig björgunarsveitin í Kenya
hafði gengið fram við björgunar-
starfið vegna sonar hans, en jafn-
framt frétti hann að sveitin virtist
aðframkomm af þreytu og reynslu-
laus við slíkar aðstæður.
Þegar hann lenti í Nairobi á
fimmtudeginum, símaði hann til
Innsbruck í 4000 mílna fjarlægð.
„Gerið svo vel að koma strax,“
sagði hann í símann við foringja
austurrískrar björgunarsveitar. Inn-
an tveggja klukkustunda voru sex
austurrískir fjallagarpar lagðir upp
fljúgandi með búnað sinn. Stjórn-
andi þeirra var Dr. Raimund Ma-
greiter, læknir, starfsbróðir þeirra
Oelz og Judmaiers.
Miðvikudagskvöldið var verst
fyrir særða manninn á sillunni. Með
óráð af hitasótt, og kalinn á öllum
tám, æpti hann upp úr óráðssvefni
á vatn, en kastaði því öllu upp, er
Oelz bar það að vörum hans. Um
morguninn var Judmaier enn á lífi,
og heyrðist þá muldra, „ef ég dey
núna, þá hefur lífi þessa Ameríkana
gersamlega verið á glæ kastað.“
Þann dag unnu 34 fjallgöngumenn
á fjaliinu við að koma Judmaier
niður. Þrek þeirra var mjög lamað
af súrefnisskorti, snjóstormum sem
gengu yfir og frostinu, unnu þeir
á vöktum. Þeim tókst að koma Jud-
maier niður um 400 fet — en lengra
komust þeir ekki þetta kvöld.
Á föstudagsmorgninum voru
Austurríkismennirnir komnir til
Nairobi. Þeir stigu þar strax upp í
litla lögregluflugvél af Cessna-gerð
og flugu til Nanyuki, þar sem þeir
hófu hið 30 mílna langa ferðalag
upp til Kami Hut. Síðustu 10 míl-
urnar þangað urðu þeir að fara
fótgangandi. Þeir komust í búð-
irnar um miðnæturskeið og eyddu
því sem þá lifði nætur við að búa
sig undir lokaátakið.
Við sólarupprás á laugardeginum,
lögðu Austurríkismennirnir upp.
Um það leyti sátu mennirnir á Top
Bivouac sem lamaðir af vonleysi.
Þrátt fyrir örvæntingu sína, þá neit-
aði Oelz stöðugt að fara frá beði
vinar síns. Judmaier sveif um í
rænuleyai, og hann varð naumast