Úrval - 01.11.1971, Síða 57

Úrval - 01.11.1971, Síða 57
SUÐUR-AFRÍKA ... 55 handa. Þá grípa þeir til slíkra rök- semdafærslna sem þeirrar, að and- leg snilld, gáfur og hæfni hvíta kynstofnsins hafi myndaS þar öfl- ugt ríki og að það væri siðferðilega rangt að ofurselja það eyðilegging- unni á vald með því að veita svarta kynþættinum réttindi og völd, þar eð „sannast" hefði, að sá kynþáttur stæði hinum hvíta að baki. Þeir vísa til borgarastyrjaldarinnar í Nígeríu eða blóðbaðsins í Kongó til sönn- unar þeirri ringulreið og þeim ó- skapnaði, sem svertingjar hafi gert hin nýfrjálsu Afríkuríki að og mundu örugglega gera Suður-Af- ríku að, ef þeir næðu völdum. En hvað um þá hugmynd að deila völdunum? Hinir hvítu leiðtogar Suður-Afríku halda því fram, að það sé ekki gerlegt að deila völd- um innan ríkisstjórnar í landi, þar sem búa fleiri en einn kynþáttur, vegna hinnar ólíku menningar kyn- þáttanna, sem eigi sé hægt að sam- ræma. Þeir halda því fram, að það geti aðeins orðið um hvít eða svört yfirráð að ræða. Hvítu leiðtogarnir eru sannfærðir um þetta, og því kjósa þeir heldur hvít yfirráð. Dr. C.P. Mulder, upplýsinga- og inn- flytjendamálaráðherra, lét sér því bessi orð um munn fara í samtali við mig: „Markmið okkar er alger aðskilnaður á öllum sviðum lífsins, einnig í iandfræðilegum skilningi." HINN ÞÖGLI MEIRIHLUTI Klípan, sem Suður-Afríka er í, kemur í ljós á einna fáránlegastan hátt, hvað snertir áætlun stjórnar- innar um framkvæmd hins algera aðskbnaðar, sem Mulder segir, að sé markmið ríkisstjórnarinnar. Mulder fullvissaði mig um, að það væri ekki kynþáttaóvild né efna- hagsleg græðgi, sem réð aðskilnað- arstefnunni, heldur eingöngu sú sagnfræðileg lexía, „að það séu ein- mitt samskiptin, sem séu ætíð und- irrót hvers kyns árekstra". Hann segir, að leiðin til friðar sé sú, að aðskilja hvern kynþátt í sérstöku litlu ,,konungdæmi“ og að Suður- Afríkustjórn ætli einmitt að fara þannig með átta helztu Bantuætt- flokkana og svo þann hóp manna, sem hann kallar „hvíta ættflokk- inn“. Margir hvítir Suður-Afríkubúar, sem hafa neyðzt til þess að látast trúa á þessa stefnu, í eiginhags- munaskyni eða af ótta, hlæja að áætluninni um „aðskilda þróun", sem þeir álíta fáránlega og óhag- kvæma. Það er augsýnilegt, að Suð- ur-Afríka gæti ekki haldið uppi heilbrigðu efnahagslífi næstu hundrað árin án vinnuafls svert- ingjanna. En samt heldur ríkis- stjórnin áfram þeim skrípaleik að þykjast álíta heila milljón svert- ingja vera „bráðabirgðaíbúa“ Sow- eto, samstarf hinna Víðáttumiklu negraútborga rétt fyrir utan borg- armörk Jóhannesarborgar, enda þótt allir viti, að það mun að eilífu verða þörf fyrir vinnuafl svertingj- anna í Jóhannesarborg og að þeir munu líka halda áfram að starfa þar í framtíðinni eins og hingað til. Það er einnig augsýnilegt, að kostn- aðurinn við að gera sérhvern ætt- flokk að sjálfstæðri þjóð með sér- stakt efnahagskerfi, yrði alveg of- boðslegur. Það varð enginn hvítur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.