Úrval - 01.11.1971, Side 68
66
TJRVAL
*
*
*
5K
etta var fyrsta nótt mín
á næturvakt. Á ein-
hvern hátt varð ég að
venja mig við þetta öf-
ugsnúna líf næstu þrjá
mánuðina, þegar nótt-
in yrði dagur minn og dagurinn
nótt.
Þeir mánuðir, sem ég hafði unnið
á karladeildinni, höfðu liðið fremur
hratt, og það hafði verið ánægju-
legt að starfa þar, svo að ég þóttist
viss um að sakna gáskafullrar
stríðni sjúklinganna, er hentu gam-
an að byrjunarerfiðleikum mínum
í starfinu.
Hið eina, sem skyggt hafði til-
veruna, var Jane Trevellan. Hún
hafði verið hjúkrunarkona þremur
mánuðum lengur en ég, og hún lét
mig stöðugt finna það á heldur ó-
viðfelldinn hátt. Ég kenndi í brjósti
um hana, eins og maður gerir gagn-
vart slíku íólki, en hún gat stund-
um gert lífið nokkuð erfitt. Nætur-
vaktin hafði í för með sér, að ég
þurfti ekki að vinna lengur með
Jane, og það var af þeim sökum að
ég fagnaði breytingunni.
Ég stóð þegjandi í dyragættinni
og beið þess að geta gefið mig fram
við stjórnendur næturvörzlunnar.
Ég kunni hálfilla við mig í nýjum,
stífum einkennisfötunum með lítið
vasaljós í vasanum, sem fyrir var
úttroðinn af penna, blýanti og skær-
um. Og þar sem ég sá fram á tólf
stunda vöku á þeim tíma, er ég var
vön að sofa, var ég dálítið kvíðin,
vegna þess að ég var ekki viss um,
hvernig mér gengi að halda mér
vakandi.
Inni í skrifstofunni heyrði ég yf-
Krafta-
verkið
i
a
sjúkra-
stofurmi
Alla nóttina var unga
hjúkrunarkonan knúin
undarlegu, framandi
afli, sem veitti henni
þrek og vilja til að hrífa
barnið úr greipum
dauðans.