Úrval - 01.11.1971, Page 69

Úrval - 01.11.1971, Page 69
KRAFTAVERKIÐ Á SJÚKRASTOFUNNI 67 irhjúki'unarkonuna lesa dagskýrsl- una fyrir yfirvökukonuna. „Jæja, þetta virðist ætla að verða róleg nótt. Þú skalt notfæra þér það, — það verður hvort eð er nóg að gera bráðum,“ sagði hún and- varpandi. Yfirhjúkrunai'konan bauð síðan yfirvökukonunni góða nótt og gekk síðan fram hjá mér án þess að virða mig viðlits. Þegar ég barði að dyrum, spurði vökukonan alvarlega: „Hver er það?“ „Ég heiti Hart,“ svaraði ég. „Og hvað hafið þér starfað lengi hér á sjúkrahúsinu?“ Þegar hún heyrði svar mitt, and- varpaði hún. „Ó, af hverju í ósköpunum er alltaf verið að senda mér nýliða á næturvaktina! Það er erfitt fyrir sjúklingana og ekki síður erfitt fyr- ir ykkur, veslings stúlkurnar.“ Ég sagði henni, að ég réði engu þar um, en hún sinnti því engu. „Þér skuluð byrja sem aðstoðar- hjúkrunarkona. Hjálpið stúlkunum á einkastofunum, þangað tii ég sendi yður eitthvað annað.“ Mér fannst ég vera ósköp utan- gátta og óþörf, þegar ég labbaði á eftir tveimur hjúkrunarkonum, sem bersýnilega þörfnuðust engrar hjálpar. Þegar sjúklingarnir voru sofnaðir og við búnar að brjóta sængurfötin, sem komu frá þvottahúsinu síðari hluta dagsins, sátum við fram að miðnætti við að setja gasbindi í stálkassa, þar sem átti að dauð- hreinsa þau. Síðan aðstoðaði ég við að útbúa mat á tvo bakka fyrir yfirvökukonuna og umsjónarhjúkr- unarkonuna á deildinni, þar sem við vorum. Yfirvökukonan heilsaði mér vin- gjarnlegar en áður, þegar ég færði henni matinn. „Ungfrú Hart,“ sagði hún alúð- lega, „mig langar að biðja yður að fara til hjúkrunarkonunnar á Bai'- low-deildinni. Það er lítið barn þar, sem er mjög veikt. Þér getið verið þar til aðstoðar, þar til ég sendi eft- ir yður.“ Ég kleif upp alla þrjá stigana og gekk til barnadeildarinnar og gaf mig fram við hjúkrunarkonuna, sem þar var að starfi. Hún var lágvaxin og feitlagin, með góðlegt andlit og talaði með skozkum hreim. „Það er þriggja mánaða smábarn, sem kom hingað fárveikt í gær. Dr. Hamilton er hjá því núna, en það á víst ekki langt eftir ólifað. Veslings litla barnið. Við urðum að skíra hana áðan, svo hún færi ekki nafn- laus aftur. Ég hugsa, að foreldrarn- ir komi bráðum. Ég vona bara, að þau komi nógu snemma til að sjá barnið á lífi.“ Og þar með hvarf hún inn í eina sjúkrastofuna. Ég fór þegar í stað að brjóta sam- an ósköpin öll af lökum og öðrum sængurfatnaði og var að hugsa um það, hvernig ungbörn dæju. Þá voru dyrnar opnaðar. „Hvar er hún? Hvar er barnið mitt, hjúkrunarkona?“ spurði ung kona með skelfingu í röddinni. „Eruð þér frú Walshe?“ spurði ég varfærnislega. „Já. Er hún ennþá..Hún hik- aði við. ,Ég veit það því miður ekki, frú Walshe,“ sagði ég og leiddi hana að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.