Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 77

Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 77
SALÓMON KONUNGUR. . . 75 fyndust engir þjófar né ræningjar, því að vegna vizku sinnar þekkti hann misgerðarmennina, og hann ávítaði þá og gerði þá óttaslegna, og þeir fremdu því eigi aftur misgerð- ir sínar, heldur lifðu friðsömu lífi, því að óttinn við konunginn blund- aði sífellt í hjörtum þeirra.“ Þessi lýsing hafði geysileg áhrif á Drottningu Suðursins. Hún hlustaði á þessar lýsingar æ ofan í æ, og þær urðu sífellt dásamlegri í hennar augum. Og er hún hlustaði á lýs- ingar þessar og sögurnar af hinum dásamlega konungi óx löngun henn- ar til þess að fá að líta hann augum. Hún var mjög samvizkusöm, og hún vildi því gjarnan læra, hvernig hún mætti stjórna landi sínu ems vel og Salómon stjórnaði ríki sínu. Og hún átti sér engan ráðgjafa í raun og veru, hin unga kona, einmana í há- sæti sínu. Dag frá degi óx þrá henn- ar eftir að halda á fund hans, og vissulega var þar ekki um að ræða þrá eina eftir vizku. Hún hlýtur að hafa verið mjög einmana, hin fagra Drottning Suðursins. í Kebra Nag- ast stendur þetta ennfremur: ,,... hún grét af gleði vegna sagn- anna, sem Tamrin hafði sagt henni. Og hún þráði það heitt að halda á fund konungsins, en þegar henni varð hugsað til hinnar löngu ferðar, fannst henni sem hann væri henni of fjarlægur og ferðin myndi reyn- ast of erfið. Hún spurði Tamrin æ ofan í æ ýmissa spurning um kon- unginn, og æ ofan í æ sagði Tamrin henni sögur af honum. Og hún þráði heitt að leggja af stað á fund hans, svo að hún mætti nema vizku hans, líta andlit hans, faðma hann að sér. Og hjarta hennar vildi, að hún legði af stað, því að Guð hafði látið hjarta hennar vilja það. Hann hafði blás- ið þessari þrá í brjóst henni“. Og því hélt hún af stað. Fyrst talaði hún til þjóðar sinnar og skýrði henni frá því, að hún „fyndi til slíkrar ástar á vizkunni“, að það væri nauðsynlegt fyrir hana að yfirgefa land sitt um stundar- sakir til þess að leita þessarar vizku. f hinni löngu ræðu sinni útskýrði hún það fyrir þjóðinni, hversu nauð- synlegt það væri hverjum manni, að búa yfir vizku og efla þekkingu sína og hlúa að henni. Síðan sagði hún, að um leið og vizkunni væri sýnd virðing, væri hinum vitra manni einnig sýnd virðing,11 og enn- fremur sagði hún jafnvel: „Ég elska hann, þótt ég hafi aðeins heyrt um hann talað, án þess að hafa séð hann, og sögurnar af honum, sem mér hafa verið sagðar, eru sem draumar míns eigin hjarta. Þær eru mér hið sama og vatn er sárþyrst- um manni.“ Auðvitað ætlaðist hún ekki til, að þessi ástarjátning henn- ar yrði skilin sem ástarjátning eig- inkonu gagnvart eiginmanni. Hin innilegu orð, sem hún notaði, voru aðeins tákn hennar austurlenzka tjáningarmáta. Þjóðin samþykkti, að hún gæti haft gagn af ferð þessari. Hið sama gerði Tamrin. 797 úlfaldar voru klyfjaðir, enn fremur miklu fleiri múlasnar og asnar, og svo lagði hún af stað. Salómon tók á móti henni með mikilli viðhöfn. Hann fékk henni éinkaíbúð í konungshöllinni, og hann sendi henni gnægð matar og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.