Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 78

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 78
76 LTRVAL víns og leikara og trúða til þess að skemmta henni og fyigdarliði henn- ar. „Og hann heimsótti hana sér til mikillar ánægju, og hún heimsótti hann sér til mikillar ánægju, og hún sá speki hans, skynjaði réttlæti dóma hans, alla dýrð hans, hina dá- samlegu töfra hans, og hún heyrði hina undursamlegu mælsku hans. Og hún undraðist þetta í hjarta sínu og hug, og skilningur hennar skynj- aði það og augu hennar greindu það, hversu aðdáanlegur hann var. Og hún heyrði og sá til hans, hina full- komnu framkomu hans, hinn óvið- jafnanlega skilning hans, töfra lít- ilslætis hans, mikilúðleikann í svip hans og öllu fasi. Og hún tók eftir hinni blæbrigðaríku rödd hans, hlustaði á hin vitru orð, er hrutu af vörum honum.. Hún sá, að allar hans fyrirskinanir voru gefnar á virðulegan hátt. Hún heyrði, að hann svaraði öllu á rólegan hátt með röddu, er virtist bera guðsótta vitni. Allt þetta sá hún, og hún undraðist ofurgnægð vizku hans, og orð hans og allt mál var fullkomið, allt, er hann sagði var fullkomið". Dögum saman virti hún hann fyr- ir sér, er hann vann að byggingu musterisins. Hún sá, hversu hann gaf öllum hinar réttu fyrirskinanir, jafnvel hvað minnstu smáat.riði snerti. Dag nokkurn kennd.i hann henni um lýðræði. Hann stöðvaði verkamann ,er var klæddur í tötra. Hann bar stein á höfði og vatns- belg á öxl sér. Átt.i hann erfitt með að bera hvort tveggia. Sa’ómon sneri sér að drottningunni og snurði: „Að hvaða leyti er ég þessum manni fremri? Og að hvaða leyti er ég betri en þessi maður? Og á hvern hátt á ég að telja mig honum æðri, sýna honum og sanna dýrð mína. Því að ég er einnig maður, mold og aska, sem verður brátt að heimkynnum orma og rotnunar, og samt virðist ég nú vera slíkur, sem aldrei muni deyja... En samt er þessi maður sterkari og dugmeiri mér við vinnu, því að guð gefur þeim afl, sem aumir eru, ef honum sýnist svo.“ Og er hann hafði dregið athygli hennar að þessu, sagði hann verka- manninum að halda áfram við vinnu sína. Balkis dvaldi áfram í Jerúsalem til þess að mega vera í nánd við Saló- mon. (f flestum sögum þessum er drottningin nefnd Balkis). Hún spurði hann allra þeirra spurninga, er henni gátu til hugar komið, og hann gaf henni svör við þeim. Þau hljóta að hafa kynnzt hvoru öðru mjög vel. En öll skipti þeirra ein- kenndust samt af formfestu. Hann var mikill og máttugur konungur, og hún var drottning í heimsókn. Að lokum fannst drottningunni, að nú væri kominn tími til heim- ferðar. Hún hafði lært margt af því, sem hún hafði óskað að læra, og eftir rúmlega sex mánaða fjarveru þarfnaðist þjóðin hennar. Hún sendi konungi því skilaboð og skýrði hon- um frá því, að hún ráðgerði að halda heimleiðis. Salómon konungi varð hverft við. Líkt og mönnum er kunnugt, var Salómon mjög veikur fyrir aðdrátt- arafli kvenna. Hann átti þúsund eiginkonur, og fjögur hundruð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.