Úrval - 01.11.1971, Side 110
108
jráskilin móðir í borginni Atlanta
í Georgíufylki. Áður var hún á
bœnum. En svo var henni veitt
tækifœri, og henni tókst að sanna,
að hún gæti staðið á eigin fótum
fjárhagslega. Og nú starfar hún fyr-
ir Borgarþróunarráðið og hefur 7000
dollara árslaun.
Vitið þið, hvað karlmaður er?
Hann er 15 dollara möguleiki. Sem
dæmi mætti taka, að maður á bara
10 dollara og matarreikningurinn er
upp á 9 dollara 95cent. Maður veit
ofur vel, að maður verður að eiga
peninga til þess að borga raf-
magnsreikninginn. Maðurinn kem-
ur og segir: „Ég á 5 dollara,“ og
maður segir „Rafmagnsreikningur-
inn minn er upp á 5 dollara 35
cent.“ Maður hefur ekki tíma til
þess að vera fíngerð og fáguð kona.
Maður verður að grípa peningana
glóðvolga, vegna þess að maður
hefur ekki nóg til þess að greiða
með brýnustu lífsnauðsynjar.
Seinna gæti maðurinn fengið þá
hugmynd, að það væri hann sem
stjórnaði heimilinu. Þá förum við
að rífast. Það er einmitt þess vegna,
sem blökkufólk rífst og á í erjum.
Konan er sjálfstæð í hugsun, enda
verður hún að vera það, vegna þess
að hún hefur aldrei átt neinn, sem
hefur dekrað og gælt við hana eða
elskað hana. Hún hefur alltaf orðið
að fara sjálf út af heimilinu til þess
að afla þess, sem hana vanhagar
sáran um. Svarti maðurinn hefur
ekki gert slíkt fyrir hana, vegna
þess að hann hefur alltaf orðið að
berjast upp á líf og dauða til þess
að ná hverju því litla, sem honum
hefur tekizt að afla. Og hann er
ÚRVAL
líka þreyttur og vill láta gæla og
dekra við sig.
Það er því um að ræða tvær dauð-
þreyttar manneskjur, sem eru að
reyna að láta sér lynda hvor við
aðra. Og eftir hressilegt rifrildi
jafn þær sig. Og svo er maður orð-
inn ófrískur, áður en maður veit af.
Maður kærir sig ekki um manninn,
sem gerði mann ófrískan. Maður
getur ekki unnið. Maður getur ekki
losnað við barnið. Maður lendir bara
úr einum vítahringnum í annan, og
á því er enginn endir.
Helen Howard stjórnar Vine City-
stofnuninni. Þar er um að rœða
sjálfshjálparsamtök í fátœkrahverfi
svertingja. Þar er barnaheimili,
heilsuverndarstöð, miðstöð fyrir
takmörkun barneigna og önnur
þjónusta. Vine City-hverfið er af-
markað borgarhverfi yzt í miðborg-
inni í Atlanta í Georgíufylki. í því
búa 10.000 svertingjar.
Sumir svertingjarnir í Vine City-
hverfinu segja við konurnar sínar,
að pillan stuðli að kynþáttamorði.
Þeir segja, að hvíta fólkið kæri sig
ekki um, að það fæðist svört börn,
því að þá kæmist svarta fólkið í
meirihluta. Kannski er svörtum
karlmönnum ekkert um pilluna gef-
ið, vegna þess að barneignir eru
sönnun um getu þeirra sem karl-
manna. Hér er um að ræða leifar
frá viðhorfi því, sem ríkti á dögum
þrælahaldsins.
En ég segi ykkur það satt, að
blökkukonur nútímans eru að vakna
í þessu efni. Þær hafa komizt að
því, að þær þurfa ekki að eignast
barn til þess að sanna, að þær séu