Úrval - 01.11.1971, Síða 111
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
109
konur. Ég held ekki, að svartir
karlmenn muni geta ráðið nokkru
um það, hvort eiginkonur þeirra
taka pilluna, vegna þess að þær
taka pilluna, jafnvel þótt þeir hreyfi
mótmælum, svo framarlega sem
þær hafa hlotið fræðslu um hana.
Barbara Fouch er ejtirsótt sýn-
ingarstúlka, sem sýnir tízku-
fatnað. Þar að auki starfar hún sem
framkvæmdastfóri á þessu sviði.
Hún býr í Atlanta.
Núna segja svörtu mennirnir, að
svart sé bezt, en sofa samt hjá hvít-
um konum og þá fyrst og fremst
þeir, sem virkastir eru í kynþátta-
baráttunni. Þessir menn tala um
fegurð hins svarta litar, og samt
eltast þeir við hvítar konur. Þeir
ganga með þessar miðstéttargrillur
svörtu mannanna, að þeir hafi ekki
komizt áfram í veröldinni nema
þeir eigi hvitan maka. Þetta er einn
þáttur geðflækja svarta kynþáttar-
ins í þessu landi, því að þeim hefur
verið kennt svo lengi að trúa því,
að hinn hvíti litur sé hinn rétti lit-
ur. í mínum augum er hér um al-
gert fánýti að ræða, innantóm orð.
Ég held, að við svörtu konurnar
eigum miklu hlutverki að gegna,
hvað snertir tengslin við svarta
karlmenn og veröldina umhverfis
okkur. Mannréttindahreyfingin
hefur stuðlað að því að móta nýjan,
svartan mann og nýja svarta konu.
í mannréttindabaráttunni gat svarti
maðurinn risið upp og skýrt frá
skoðunum sínum, trú og hugsjónum,
og þannig gat hann öðlazt virðingu
annarra, jafnvel þótt slíkt kostaði
hann það, að það væri hrækt á
hann og hann væri barinn eða hon-
um varpað í fangelsi. Konur gátu
séð, að maðurinn var annað og
meira en eitthvert fjöldafram-
leiðslutákn. Hann átti miklar hug-
sjónir, en honum hafði verið mein-
að að fullmó.ta þær og hrinda þeim
í framkvæmd. Og þegar honum
tókst að hrinda sumum þeirra í
framkvæmd, virtu konurnar hann
fyrir það, sem hann sagði og gerði.
Hann var sannur maður.
UM FÁTÆKRAHVERFI
OG ÞRÆLAHALD
Séra Andrew Young var vara-
framkvæmdastjóri samtakanna
Southern Christian Leadership Con-
ference árum saman.
Ég minnist þess, þegar við vorum
stödd í bænum St. Augustine í Flor-
idafylki. Við vorum að vinna þar
að því að draga úr kynþáttamisrétti
í húsnæðismálum. Við vorum stödd
í setsal í bílagistihúsi. Svo gerðist
það, að þegar við stungum okkur í
sundlaug gistihússins, reyndi fram-
kvæmdastjóri þess að skvetta sýru
á okkur. En þegar Johnson forseti
hafði undirritað mannréttindalögin
viku síðar, fórum við samt aftur
suður til St. Augustine. Við fórum
aftur til bílagistihússins, og nú var
náunginn allur annar. Það var eins
og honum hefði í rauninni létt. Það
var eins og hræðilegri byrði hefði
verið lyft af herðum hans . . . byrði
sektarkenndarinnar.
Kristin trú hefur á vissan hátt átt
raunveruleg ítök í hvítum íbúum
Suðurríkjanna. Og ég held, að
margt hvítt fólk hafi aldrei getað
sætt sig við það innra með sér,
hvernig það hegðaði sér, hvernig