Úrval - 01.11.1971, Síða 121
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
119
fram í fremsta fylkingarbrjóst. Það
tók enginn eftir því, þegar steinn-
inn kom fljúgandi og lenti í Martin.
Hann féll á annað hnéð, og tveir
menn úr verkalýðsfélagi bifreiða-
smiða, sem næstir honum stóðu,
tóku sér stöðu sitt hvorum megin
við hann til þess að skýla honum.
En hvíta mannþyrpingin öskraði:
„Drepum hann“. Við vissum ekki,
hversu mikið Martin hafði meiðzt.
Hann reyndist ekki hafa meiðzt
mikið, heldur hálfrotazt. Hann jafn-
aði sig fljótlega, og við héldum
áfram göngunni.
Hvíta fólkið öskraði að okkur
eins og í fyrri göngunni og jós yfir
okkur svívirðilegum fúkyrðum.
Konurnar voru einna illskeyttastar
og ofsafengnastar. Þær örguðu:
„Aparnir ykkar!“ að okkur blökku-
mönnunum og „hvítur úrhrakslýð-
ur“ að hvíta fólkinu, sem þátt tók í
göngunni.
Lögreglan handtók 51 mann. Að-
staða hvítu lögregluþjónanna hlýt-
ur að hafa verið mjög erfið. Samúð
þeirra hefur örugglega verið með
hinum hvítu íbúum hverfisins, en
grjótið dundi á lögregluþjónunum
ekki síður en okkur. Ég tók seinna
eftir því, að þeir sögðu, að þetta
væri ein versta nóttin á öllum
starfsferli þeirra. Ég held, að hvorki
Martin né neitt okkar hinna hafi
gert sér grein fyrir því, hversu
harðneskjuleg þessi borg er.
AÐ BÆTA HIÐ AMERÍSKA
ÞJÓÐFÉLAG SVOLÍTIÐ
Ralph Metcalje yngri frá Chicago
er útskrifaður úr Choat-skólanum
og Columbiaháskóla. Hann er sonur
bandarísks þingmanns, sem var
frægur frjálsíþróttamaður á Olym-
píuleikjunum árið 1932 og 1936 og
sat í borgarráði Chicago í fjölda ára.
Ég er svartur byltingarmaður. Ég
styð Vietcong og palestínsku skæru-
liðana, og ég stend með Nasser.
Yrði ég kallaður í herþjónustu,
mundi ég vissulega ekki berjast með
þeim, sem ég álít vera óvini mína.
Ég vænti þess, að sósíalisminn verði
framtíðarskipan heimsins, og ég ef-
ast um, að Bandaríkin verði til í
núverandi mynd til æviloka minna.
Ég held reyndar, að það sé hlutverk
mitt að vinna að því að útrýma því
þjóðfélagskerfi, sem við búum við
hér í landi.
í þessu sambandi mætti nefna
byggingar- og búsetuáætlun borg-
aryfirvalda Chicago, sem gengur
undir nafninu „Model Cities", þ.e.
fyrirmyndarhverfi. Þeir, sem völdin
hafa, ætla með framkvæmd þessarar
áætlunar að þjappa svörtu fólki enn
þéttar saman en áður, þannig að
það hafi minna svæði til búsetu í
borginni en áður og stuðla þannig
að enn hroðalegri lífskjörum, sem
hafa munu niðurrífandi og niður-
drepandi áhrif á svarta kynstofninn
og stuðla að hægfara dauða hans.
Daley borgarstjóri og valdaklíka
hans ætlar að mynda eins konar
verndarsvæði fyrir blökkufólkið
innan borgarinnar, og þar á að hópa
okkur saman. Og þar eigum við að
una glöð við okkar hlutskipti.
Enda þótt við pabbi höfum nokk-
uð ólíka aðstöðu í mannréttinda-
baráttunni, er ekki þar með sagt, að
okkur finnist ástæða til þess að
hnakkrífast um þessi mál. Hann